Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. september 2023 17:01 Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun