Sala á treyjum Kelces jókst um fjögur hundruð prósent eftir að Taylor Swift mætti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2023 11:01 Taylor Swift skemmtilega sér konunglega við að horfa á Travis Kelce og félaga hans í Kansas City Chiefs rústa Chicago Bears á sunnudaginn. vísir/getty Sala á treyjum NFL-leikmannsins Travis Kelce tók mikinn kipp eftir að Taylor Swift mætti á leik með honum um helgina. Söngkonan kynti heldur betur undir orðróminn um ástarsamband hennar og Kelce þegar hún mætti á leik Kansas City Chiefs gegn Chicago Bears um helgina. Swift var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Swift er ein vinsælasta poppstjarna heims og á stóran og eldheitan aðdáendahóp, hina svokölluðu Swifties. Vinsældir hennar sáust bersýnilega á áhrifunum sem nærvera hennar á leiknum um helgina hafði á sölu Chiefs-treyja með nafni Kelces á. Samkvæmt TMZ jókst sala á treyjum Kelces um fjögur hundruð prósent eftir að Swift mætti á leikinn gegn Bears. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Sögusagnir um samband þeirra Swift og Kelce fóru á flug eftir að hann greindi frá því í hlaðvarpi sínu og bróður síns, New Heights with Jason and Travis Kelce, að hann hafi reynt að láta söngkonuna fá símanúmer sitt með því að koma vinaarmbandi, sem hann hafði búið til og símanúmerið var að finna á, til hennar á einum af stórtónleikum hennar í Bandaríkjunum á dögunum. Kelce hefur leikið með Chiefs allan sinn feril í NFL. Hann vann Super Bowl með liðinu 2019 og 2022. NFL Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Söngkonan kynti heldur betur undir orðróminn um ástarsamband hennar og Kelce þegar hún mætti á leik Kansas City Chiefs gegn Chicago Bears um helgina. Swift var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Swift er ein vinsælasta poppstjarna heims og á stóran og eldheitan aðdáendahóp, hina svokölluðu Swifties. Vinsældir hennar sáust bersýnilega á áhrifunum sem nærvera hennar á leiknum um helgina hafði á sölu Chiefs-treyja með nafni Kelces á. Samkvæmt TMZ jókst sala á treyjum Kelces um fjögur hundruð prósent eftir að Swift mætti á leikinn gegn Bears. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Sögusagnir um samband þeirra Swift og Kelce fóru á flug eftir að hann greindi frá því í hlaðvarpi sínu og bróður síns, New Heights with Jason and Travis Kelce, að hann hafi reynt að láta söngkonuna fá símanúmer sitt með því að koma vinaarmbandi, sem hann hafði búið til og símanúmerið var að finna á, til hennar á einum af stórtónleikum hennar í Bandaríkjunum á dögunum. Kelce hefur leikið með Chiefs allan sinn feril í NFL. Hann vann Super Bowl með liðinu 2019 og 2022.
NFL Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira