Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 10:49 Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Dominos Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira