Lýðheilsulög? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar 22. september 2023 08:31 Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í Noregi eru lýðheilsulög, fallegasti lagabálkur sem ég hef lesið. Þau tóku gildi fyrir tæpum 11 árum eftir nokkura ára undirbúning og í fyrradag var ég á ráðstefnu þar sem fólk sem vinnur við að framkvæma lögin, á öllum stjórnsýslustigum, ræddi hvað mætti betur fara í lögunum þar sem núverandi ríkisstjórn vill upfæra og bæta lögin. Markmið laganna er að draga úr félagslegum ójöfnuði í heilsu, sem lýsir því veraldlega mynstri að þeir sem búa við verri félags-og efnahegslega stöðu, búa við verri heilsu. Lögin skylda öll stjórnýslustig til að vinna þverfaglega saman að því að draga úr þessum ójöfnuði með því að bæta félagslegar undirstöður heilsu , þ.e.a.s. mál eins og húsnæði, fjárhag, félagsmál, málefni barna o.s.fv. Að þessu eiga þau að vinna með almennum aðgerðum sem ná til allra í blandi við sértækari aðgerðir fyrir viðkvæma hópa. Ég vek athygli á því að lögin felast ekki í því að setja alla ábyrgðina á heilbrigðiskerfið eða fræðslu þar sem það er vitað mál að þekking breytir ekki hegðun. Heilsa verður heldur ekki til í heilbrigðiskerfinu heldur í samfélaginu sem að við lifum og störfum í. Heilbrigðiskerfið getur þó vissulega verið með margvisslega þjónustu í forvarnarskyni líkt og meðgöngu- og ungbarnaeftirlit eða gripið snemma inn í áður en heilsa einhvers versnar meira. Þá eru lögin tengd við byggingar- og skipulagslög, því skipulagsmál eru lýðheilsumál. Allt frá því hvaða kröfur við gerum til húsabygginga, hvort að það komi nokkuð mygla innan örfárra ára frá byggingu, hvort að vegalengdir séu þannig að hægt sé að ganga eða hjóla á milli staða, hvort að göngu og hjólastígar séu byggðir og séu öryggir eða hvort loftmengun sé mikil. Í rannsóknum sem hafa verið gerðar á innleiðingu laganna kemur fram mikil ánægja með lögin og þær breytingar sem þær hafa haft í för með sér. Þau hafa fært fókus fólks frá því að heilsa sé einungis einkamál og á ábyrgð einstaklingsins eins. Þau hafa aukið þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum og fylkjum og aukið skilning fólks á því hvað það er margt sem spilar inn í heilsu fólks. Flest norsk sveitarfélög eru til að mynda með lýðheilsufulltrúa til þess að vinna að þessum málum í samvinnu við önnur svið sveitarfélagsins. En það hafa líka verið allskonar áskoranir, eins og erfiðleikar í að virkja þverfaglega samvinnu í sveitarfélögum hjá starfsfólki sem er ekki með skilgreinda starfslýsingu í lýðheilsumálum, hlutverk ríkisstofnanna hafa ekki verið nógu skýr og fjármögnun á allskonar þjónustu og verkefnum hefur líka verið áskorun. Þá sýna þær líka að staðsetning lýðheilsufulltrúans í stjórnsýslunni skiptir máli. Þessar áskoranir voru m.a. ræddar á ráðstefnunni. Ég á mér þá ósk að stjórnmál okkar Íslendinga fari að snúa sér í átt að Norðmönnum sem eru hvað fremstir í þessum málum á heimsvísu. Að við aukum áherslu á það að skapa samfélag þar sem heilsa þrífst, því tölur, þá sérstaklega um geðheilsu okkar og lyfjanotkun, sýna að við þurfum á því að halda. Í könnun sem gerð var fyrir forsætisráðuneytið þar sem Íslendingar voru spurðir um hvað þeim þætti mikilvægast í sínu lífi og fyrir hönd samfélagsins, var efsta svarið í báðum tilfellum heilsa. Það ætti því að ríkja nokkur sátt um það að skapa samfélag þar sem heilsa allra þrífst. Jöfnuður er nefnilega lýðheilsumál. Norsk heilsupólitík er á margan hátt til fyrirmyndar og hún er það fyrst og fremst vegna þess að hún er byggð á vísindum. Eitthvað sem ég sakna í umræðu stjórnmálamanna í áfengismálum. Höfundur er meistaranemi í heilsueflingu og heilsusálfræði.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun