Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 13:12 Jörg Prophet er umdeildur en virðist eiga góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen. AfD Nordhausen Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora. Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Jörg Prophet, frambjóðandi Annars valkosts fyrir Þýskaland, á góða möguleika á því að verða næsti borgarstjóri Nordhausen en hann hefur vakið mikla athygli og gagnrýni fyrir grein sem birtist árið 2020, á afmæli sprengjuárása bandamanna á borgina undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sagði Prophet meðal annars að sigurvegarinn í stríðnu hefðu verið á sama siðferðilega plani og nasistarnir og að bandamenn hefðu aðeins frelsað Mittelbau-Dora til að komast yfir hernaðarleyndarmál á staðnum. Kallaði Prophet eftir endalokum „sektarkenndarkúltúr“ í Þýskalandi en um er að ræða hugtak sem stuðningsmenn Annars valkosts hafa notað um nútímanálgun Þjóðverja við helförina. Wäre Nordhausens OB-Kandidat #Prophet (AfD) auch nur ansatzweise der anständige Konservative, als der sich inszeniert, müsste er seine Kandidatur angesichts der nun bekannt gewordenen #NS-verharmlosenden Pamphlete aus seiner Feder sofort zurückziehen. https://t.co/YJ1Y3DCMEA— Jens-Christian Wagner (@JensChristianW1) September 14, 2023 Jens-Christian Wagner, framkvæmdastjóri Buchenwald og Mittelbau-Dora stofnunarinnar, segir sigur Prophet myndu þýða algjöran viðsnúning frá þeirri hefð Þjóðverja að halda minningunni um helförina á lofti. „Ef Prophet væri þegar borgarstjóri Nordhausen hefði hann þurft að segja af sér á grundvelli þessara ummæla einna,“, sagði Wagner á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að Prophet væri velkomið að heimsækja búðirnar en yrði meinuð þátttaka í viðburðum í virðingarskyni við þá sem létust þar. Öryggisyfirvöld í Þýskalandi hafa flokkað Annan valkost í Thuringia sem öfgahóp. Um 20.000 gyðingar og pólitískir fangar létust í Mittelbau-Dora, undirbúðum Buchenwald, sem voru starfræktar frá ágúst 1943 til apríl 1945. Myndir úr búðunum voru meðal þeirra fyrstu sem fóru um heimin og sýndu fram á hroðaverk nasista. Annar valkostur nýtur 32 prósenta fylgi í Thuringia samkvæmt skoðanakönnunum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira