Man Utd ætlar ekki að fá El Ghazi á frjálsri sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 08:30 Anwar El Ghazi í leik gegn Southampton. Robin Jones/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er ekki að íhuga að fá Anwar El Ghazi á frjálsri sölu þrátt fyrir sögusagnir þess efnis. Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa er samningslaus sem stendur. Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Man United hefur ekki byrjað tímabilið neitt sérstaklega vel, hvorki innan vallar né utan. Liðið hefur tapað tveimur leikjum af fjórum í ensku úrvalsdeildinni og þá er næsta öruggt að Antony og Jadon Sancho munu ekki spila næstu leiki liðsins. Antony er sem stendur í heimalandinu eftir að hafa verið ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína sem og tvær aðrar konur líkamlegu ofbeldi. Hann neitar sök og segist hafa gögn til að sanna sitt mál en þangað til það fæst niðurstaða í málið mun vængmaðurinn ekki spila fyrir Man United. Hvað Sancho varðar þá birti hann póst á samfélagsmiðlum eftir að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði hann ekki hafa æft nægilega vel og það væri ástæðan fyrir því að Sancho hefði ekki verið í leikmannahópi Man Utd gegn Arsenal í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Anwar El Ghazi to Man Utd? #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Það þýðir að liðið er allt í einu orðið heldur þunnskipað á hægri vængnum. Hinn 28 ára gamli El Ghazi er án félags eftir að spila með PSV í Hollandi á síðustu leiktíð. Hann var því nafn sem kom upp í umræðunni um mögulega leikmenn sem Man United gæti fengið til sin. El Ghazi þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað með Aston Villa og Everton frá 2018 til 2022. Einnig hefur hann leikið fyrir Ajax í Hollandi og Lille í Frakklandi. Þá á leikmaðurinn að baki tvo A-landsleiki fyrir Holland. Nú hefur verið tekið fyrir möguleg skipti El Ghazi til Man United. Facundo Pellistri, Bruno Fernandes og Mason Mount geta allir leyst hægri vængstöðuna og því verður ekki sóttur leikmaður. #MUFC not interested in Anwar El Ghazi, after proposal by agents. Right-wing options affected by Antony s withdrawal + Sancho s situation, but Pellistri was kept with a view to featuring, plus Garnacho could play there. Fernandes/Mount too, if necessary.— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) September 12, 2023 Man United mætir Brighton & Hove Albion um næstu helgi þegar landsleikjahléinu sem nú er í gangi er lokið. Þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda ætli það sér ekki að sökkva eins og steinn á leiktíðinni sem nýlega er hafin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira