Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 15:31 Brandon Aubrey spilaði frábærlega í sínum fyrsta NFL-leik. Richard Rodriguez/Getty Images Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys. Aubrey fór mikinn í leik Cowboys gegn New York Jets sem Kúrekarnir frá Dallas unnu 40-0. Aubrey gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 stig í leiknum. Það er afrek út af fyrir sig en saga leikmannsins er það sem hefur vakið athygli. Brandon Aubrey was drafted from Norte Dame to play for Toronto FC in MLS in 2017He got released from there after 1 season and failed to stick in USL.. he was watching an NFL game with his wife where she told him you could do that after watching the kickersHe began pic.twitter.com/hAb0NrwhJE— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 11, 2023 Alla sína barnæsku ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ekki amerískum fótbolta heldur eins og við þekkjum íþróttina hér á landi. Hann komst inn í Notre Dame-háskólann og var á endanum valinn af Torono FC í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2017. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Toronto og reyndi fyrir sér hjá Toronto FC II sem spilar í USL Championship-deildinni. Þaðan fór hann til Bethlehem Steel sem er hálfgert B-lið Philadelphia Union. Það var svo þegar hann sat heima að horfa á leik í NFL-deildinni sem eiginkona hans sagði „þú gætir gert þetta“ eftir að hafa séð sparkara kom inn af bekknum og sparka boltanum milli „marksúlnanna.“ 38-yard for our guy @Brandon_Aubrey pic.twitter.com/FG80JSsVhM— B2B CHAMPIONSTALLIONS (@USFLStallions) September 11, 2023 Stuttu síðar var Aubrey búinn að ráða einkaþjálfara til að aðstoða sig við æfingar og svo æfði hann stíft á meðan allt var lokað og læst sökum kórónuveirunnar. Það var svo árið 2022 sem Aubrey samdi við Birmingham Stallions í USFL-deildinni. Hann varð tvívegis UFSL-meistari með Stallions áður en hann samdi við Dallas á þessu ári. Skrifaði hann undir þriggja ára samning upp á tæpar 2,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 363 milljónir íslenskra króna. Ef marka má frammistöðu hans gegn Risunum frá New York þá er Aubrey hverrar krónu virði. Fótbolti Bandaríski fótboltinn NFL Tengdar fréttir Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Aubrey fór mikinn í leik Cowboys gegn New York Jets sem Kúrekarnir frá Dallas unnu 40-0. Aubrey gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 stig í leiknum. Það er afrek út af fyrir sig en saga leikmannsins er það sem hefur vakið athygli. Brandon Aubrey was drafted from Norte Dame to play for Toronto FC in MLS in 2017He got released from there after 1 season and failed to stick in USL.. he was watching an NFL game with his wife where she told him you could do that after watching the kickersHe began pic.twitter.com/hAb0NrwhJE— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 11, 2023 Alla sína barnæsku ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ekki amerískum fótbolta heldur eins og við þekkjum íþróttina hér á landi. Hann komst inn í Notre Dame-háskólann og var á endanum valinn af Torono FC í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2017. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Toronto og reyndi fyrir sér hjá Toronto FC II sem spilar í USL Championship-deildinni. Þaðan fór hann til Bethlehem Steel sem er hálfgert B-lið Philadelphia Union. Það var svo þegar hann sat heima að horfa á leik í NFL-deildinni sem eiginkona hans sagði „þú gætir gert þetta“ eftir að hafa séð sparkara kom inn af bekknum og sparka boltanum milli „marksúlnanna.“ 38-yard for our guy @Brandon_Aubrey pic.twitter.com/FG80JSsVhM— B2B CHAMPIONSTALLIONS (@USFLStallions) September 11, 2023 Stuttu síðar var Aubrey búinn að ráða einkaþjálfara til að aðstoða sig við æfingar og svo æfði hann stíft á meðan allt var lokað og læst sökum kórónuveirunnar. Það var svo árið 2022 sem Aubrey samdi við Birmingham Stallions í USFL-deildinni. Hann varð tvívegis UFSL-meistari með Stallions áður en hann samdi við Dallas á þessu ári. Skrifaði hann undir þriggja ára samning upp á tæpar 2,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 363 milljónir íslenskra króna. Ef marka má frammistöðu hans gegn Risunum frá New York þá er Aubrey hverrar krónu virði.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn NFL Tengdar fréttir Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Kúrekarnir skoruðu fjörutíu og sá launahæsti kældur Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. 11. september 2023 09:30