Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Einar Sveinbjörnsson skrifar 10. september 2023 08:00 Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla.
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun