Tilvistarkreppa ólífuolíunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. september 2023 14:45 Búist er við að neysla á ólífuolíu dragist saman um allt að 40 prósent á þessu ári. Getty Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita. Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita.
Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira