Ævarandi skömm stjórnmálafólks Bubbi Morthens skrifar 9. september 2023 14:30 Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Bubbi Morthens Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun