Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:30 Antony neitar öllum þeim áskökunum sem komið hafa fram gagnvart honum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Eftir að fyrrum unnusta Antony, Gabriela Cavalin, sakaði hann um heimilisofbeldi í vikunni var vængmaðurinn tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony um ofbeldi. Rayssa de Freitas sagðist hafa þurft að leita á sjúkrahús eftir árás Antony og annarrar konu í maí 2022. Antony var í viðtali á brasilísku sjónvarpsstöðinni SBT í gær þar sem hann neitaði áskönunum og sagði að sannleikurinn myndi koma í ljós. Hann sagðist aldrei hafa lagt hendur á konu. „Aldrei. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ofbeldi gagnvart konum er algjörlega rangt, 100 prósent rangt,“ sagði Antony tárvotur í viðtalinu. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tilkynnti De Freitas atvikið til lögreglunnar í Sao Paulo á sínum tíma. Þá hefur þriðja konan, Ingrid Lana, greint frá því að Antony hafi þrýst á hana að stunda með honum kynlíf þegar hún var í viðskiptaferð á Englandi á síðasta ári. Hún sagði Antony hafa boðið sér heim til sín og ýtt henni upp að vegg sem varð til þess að hún fékk högg á höfuðið. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Tilgangur minn með heimsókninni var viðskipti en þegar ég kom þangað sá ég að hann hafði aðrar tilætlanir.“ Hvað varðar ásakanir Lana sagði Antony: „Nei, ég er 100% viss um að ég hafi aldrei snert neina konu. 100% viss. Ég mun útvega sönnunargögn og þá mun fólk skilja. Það mun sjá sannleikann.“ Manchester United gaf út yfirlýsingu um málið í vikunni þar sem það sagðist taka ásökunum á hendur Antony alvarlega. Félagið hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti. Lögreglan í Manchester er með ásakanir fyrrum unnustu hans til rannsóknar.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira