Skiptir sannleikurinn Ragnar Þór einhverju máli? Björgvin Jón Bjarnason skrifar 7. september 2023 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Lífeyrissjóðir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fór mikinn á heimasíðu sinni þar sem hann ásakaði undirritaðan um sakhæft athæfi. Þar sagði hann undirritaðan hafa verið lykilstjórnanda hjá Samskipum á þeim tíma er meginþorri þeirra meintu brota sem Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um í nýútkominni skýrslu sinni. Þessari færslu deildi Ragnar undir dálkinum skoðun á visir.is. Á milli þessara færslna hafði mbl.is, sem hafði birt þessa „frétt“ reyndar leiðrétt hana vegna villa sem fram koma í grein Ragnars. Ragnari hefði því átt að vera ljóst að hann fór með ósannindi en það sýnir að sannleikurinn skiptir hann ekki máli, heldur að halda úti „fyrirsagnarfréttarflutningi“ honum einum til hagsbóta. Hvað mig varðar má spyrja um hvað sé rétt og hverjar séu staðreyndirnar í þessu máli? Ég hætti störfum hjá Samskipum um 12-18 mánuðum áður en meint brot voru framin. Ég stýrði innanlandssviði Samskipa í 17 mánuði, frá maí 2005 til janúar 2007. Eftir að ég lauk störfum hjá Samskipum hef ég ekki haft nein afskipti af starfsemi þess félags. Ég get því ekki undir nokkrum kringumstæðum átt aðild að þeim málum, né var mér kunnugt um þau. Í þeim störfum sem ég hef sinnt síðan hef ég hins vegar staðið í nokkrum kaupum á flutningi, þannig að ég hef þá borið tjón af hinu meinta samráði. SKE hefur rannsakað þetta mál í um áratug. Þeim er tímalínan kunn og hverjir lögðu hönd á plóg. Ég hef á þessum tíma aldrei fengið fundarboð né fyrirspurnir frá SKE. Ekki stendur steinn yfir steini í rökstuðningi Ragnars Þórs. Kjarni máls er sá að ég er á engan veginn sekur um þau afbrot sem Ragnar Þór ætlar mér. Það er þó ekki hægt að láta smáatriði eins og eitt mannorðsmorð trufla sig ef sagan er góð. Ragnari er í grein sinni tíðrætt um völd og ábyrgð þeirra sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða landsins. Ábyrgðin er skýr í lögum. Um lífeyrissjóði gilda lög, reglugerðir og tilmæli FME, sem ætlað er að tryggja að uppsöfnun launþega í eftirlaunasjóði ávaxtist á tryggan hátt og komi til útgreiðslu við örorku, andlát eða við starfslok. Fáir aðilar búa við skýrari og bundnari starfsreglur en lífeyrissjóðir. Ég hef haft mikinn áhuga á þessum málum og mikilvægi þess að tryggja afkomu okkar þegar kemur að því að lifa á lífeyrisgreiðslum okkar og er sá áhugi minn forsenda þess að ég hafði áhuga á að koma að stjórn slíks sjóðs. Ræðum aðeins um völd. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR, næst stærsta verkalýðsfélags landsins með um 40.000 félagsmenn. Í krafti þess hefur hann einnig getu til að móta áherslur um 200.000 manna verkalýðshreyfingar landsins. Í krafti stöðu sinnar hefur hann einnig nær óheftan aðgang að fjölmiðlum og þannig eru fáir Íslendingar sem hafa jafnmikil tækifæri til að hafa áhrif í mótun samfélagsins og núverandi formaður VR. Í þessu felast mikil völd. Ég stýri á hinn bóginn dags daglega meðalstóru þjónustufyrirtæki. Þá sóttist ég eftir að setjast í stjórn lífeyrissjóða því ég hef áhuga á félagsmálum og hlutverki lífeyrissjóða í samfélaginu. Ég er fullmeðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir og hef m.a. á þessum tíma þurft að taka þátt í viðbrögðum Gildis-lífeyrissjóðs í Íslandsbankamálinu, þar sem ég lagði mikla áherslu á að sjóðurinn ýtti einna fastast eigenda á að haldinn yrði hluthafafundur og stjórnarkjör, sem og varð. Völd Ragnars eru langt umfram þau sem framkvæmdastjóri meðalstórs þjónustufyrirtækis hefur, jafnvel þótt hann sitji í stjórn lífeyrissjóðs. Í þessu tiltekna máli fer hann illa með þau völd. Völd eru reyndar mjög vandmeðfarinn hlutur. Þau þarf að nálgast af auðmýkt og gæta þess að orð manna og gerðir hafi ekki ótilhlýðileg áhrif. Í þessum skrifum sínum hefur Ragnar gerst sekur um valdhroka og ofbeldi sem er formanni leiðandi aðila á vinnumarkaði ekki sæmandi. Ragnari hlýtur þannig að vera fullkunnugt um að hlutur minn í meintum samkeppnisbrotum Samskipa er enginn. Tilgangurinn virðist því miður helga meðalið. Hroki og hleypidómar eru almennt ekki taldir til mannkosta, af þeim er offramboð í umfjöllun Ragnars. Í lok greinar Ragnars birtir hann brot úr hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða. Í 7. grein er kveðið á um þeir sem sæta mati megi ekki með háttsemi sinni, athöfn eða athafnaleysi hafa gert neitt sem valdi því að draga megi hæfni þeirra til að standa fyrir heilbrigðum rekstri eða misnota/skaða lífeyrissjóðinn. Þessar kröfur eru eðlilegar og mætti nota víðar hjá aðilum sem þjónusta almannahagsmuni eins og stéttarfélög. Í ljósi þess atvinnurógs sem Ragnar Þór hefur borið mér á hendur í krafti valds síns sem formaður VR má spyrja sig hvort hann hefði þótt tækur í slíkt hæfnismat. Höfundur er framkvæmdastjóri og formaður stjórnar lífeyrissjóðs.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun