Sjálfsvíg og fjölmiðlar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir skrifar 6. september 2023 13:01 Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun