Brasserie Askur skiptir um eigendur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 11:07 Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks. Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski. Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski.
Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira