Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2023 21:56 Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, hefur dæmt í efstu deildum í meira en áratug. vísir/bára Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Þetta staðfestir Ísak Ernir Kristinsson, formaður samninganefndar KKDÍ, í samtali við Vísi í kvöld. Fyrr á þessu ári var greint frá því að körfuboltadómarar á Íslandi hafi verið með lausan samning við Körfuknattleikssamband Íslands í níu ár. KKÍ kveðst hins vegar ekki skylt til að semja sérstaklega við verktakastétt, eitthvað sem dómarar hafa verið ósáttir við. Körfuboltatímabilið hefst með formlegum hætti þann 20. september næstkomandi þegar Valur og Haukar eigast við í Meistarakeppni kvenna áður en Valur og Tindastóll mætast í Meistarakeppni karla fjórum dögum síðar. „Við erum ekki komnir í eiginlegt verkfall þar sem við erum ekki í launþegasambandi við KKÍ. En við höfum komist að þeirri niðurstöðu að dæma ekki í fullorðinsflokkum fyrr en KKÍ tekur ákvöðrun um að semja um gjaldskrá, faglega umgjörð og ferða- og fæðiskostnað,“ sagði Ísak þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. „Við höfnum því einfaldlega að vinna eftir einhliða stefnu KKÍ,“ bætti Ísak við. Samningur við KKDÍ skuli innihalda ákvæði um gjaldskrá dómgæslu Ákvörðun þessi var tekin á félagsfundi KKDÍ sem fram fór fyrr í kvöld þar sem um 40 félagsmenn voru viðstaddir. Ísak segir að meðlimir KKDÍ séu orðnir langþreyttir á ástandinu, en í ályktun ályktun fundarins kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að félagið verði álitið sem samningsaðila. „Það er ófrávíkjanleg krafa KKDÍ að litið verði á félagið sem samningsaðila og að gerður verði skriflegur samningur við KKDÍ sem inniheldur ákvæði um gjaldskrá fyrir dómgæslu, fyrirkomulag ferða, ferðakostnað og annað faglegt starf, sem síðan verði staðfestur af félagsfundi KKDÍ,“ segir í ályktuninni. Þá segir að meðlimir KKDÍ séu reiðubúnir að taka upp samningaviðræður um leið og KKÍ hætti að horfa á dómarasambandið sem álitsgjafa. „Samninganefnd KKDÍ er reiðubúin að taka upp samningaviðræður jafnóðum og KKÍ hættir að horfa á KKDÍ sem álitsgjafa og viðurkenni KKDÍ sem samningsaðila. KKDÍ hafnar því að KKÍ gefi einhliða út gjaldskrá.“ Alyktunin segir einnig að körfuknattleiksdómarar á Íslandi muni ekki hefja störf í fullorðinsflokki á komandi leiktímabili, enda sé enginn samningur urndirritaður við sambandið. Dómarar munu hvorki dæma í æfinga- né keppnisleikjum. Þó sé það ekki vilji körfuknattleiksdómara að hindra þátttöku barna og unglinga í íþróttaiðkun og munu þeir því áfram gefa kost á sér í verkefni í yngri flokkum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira