„Þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 09:01 Óskar Hrafn í leik gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Það sem við ætluðum að passa upp á að láta ekki spennustigið, láta ekki viðburðinn ná stjórn á okkur. Ætluðum að reyna halda í helstu gildin okkar, þora að halda boltanum, þora að koma framarlega, þora að spila sóknarleik. Ekki að lenda í því að fara verja forystuna,“ sagði Óskar Hrafn um leikskipuleg gærkvöldsins. Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Breiðablik er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Struga frá Norður-Makedóníu í gærkvöld. Leikið var á Kópavogsvelli en fyrri leik liðanna lauk einnig með 1-0 sigri Breiðabliks og liðið því verðskuldaður sigurvegari einvígisins. „Við vissum það samt alveg að á einhverjum tímapunkti myndum við þurfa að falla niður og verjast, það liggur í hlutarins eðli. En okkar upplegg var að sækja, ekki að hugsa um það að við værum 1-0 yfir og þyrftum að verja það sem við höfðum heldur frekar að sækja það sem við höfðum ekki. Sem var sæti í þessari riðlakeppni, það var mikilvægasta verkefnið,“ bætti Óskar Hrafn við. „Fannst við hugrakkir og þorðum að spila. Er mjög stoltur af mínu liði. Fannst við stjórna spennustiginu vel og aldrei lenda í stórkostlegum vandræðum. Auðvitað hjálpaði að byrjunin var góð og hún gaf tóninn. Þetta er mikill þroski, þetta er ekki auðveld staða að vera í. Að horfa á eitthvað svona ofboðslega eftirsóknarvert og þurfa að sækja það.“ Óskar Hrafn sagði að þetta – afrek gærkvöldsins væri ekki farið að síast inn. Hann sagði að einhverjir á vegum Breiðabliks væru á leið til Mónakó þar sem drátturinn í Sambandsdeildina fer fram. „Þegar það er dregið í fyrramálið þá kannski síast þetta betur inn en þá kemur auðvitað leiðinlega svarið: Það er FH á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, FH er eitt af liðunum á eftir okkur í baráttunni um Evrópusæti og er lið sem er búið að spila vel.“ „Munu allir fylgjast með hvað gerist á morgun en svo þurfum við aðeins að leggja þetta til hliðar því riðlakeppnin byrjar ekki fyrr en 21. september. Framundan er landsleikjahlé og menn þurfa aðeins að hvíla sig. Við þurfum að klára FH leikinn af krafti,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti