Frítími stúdenta er enginn Maggi Snorrason skrifar 29. ágúst 2023 10:00 Jóna er í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka því á tilsettum tíma, þ.e. þremur árum. Hún hefur alltaf búið á Akureyri en flutti á stúdentagarða í Reykjavík meðan á náminu stendur. Hún stundar líkamsrækt og spilar á selló auk þess að mæta reglulega í vísindaferðir og skemmtanir hjá nemendafélaginu sínu. Til að eiga í sig og á, vinnur hún með náminu þar sem námslánin duga naumlega fyrir leigunni. Alla jafna þarf hún bara að standa undir kostnaði á nauðsynjavörum, námsgögnum, tækjum sem hún þarf fyrir skólann, samgöngum og afþreyingu. Tökum nú saman hvernig Jóna þarf að ráðstafa tímanum sínum. Fullt BS-nám eru 30 einingar á misseri og hver eining er 25-30 klst. [1]. Misserið er 14 vikur, þá gerir það 55-65 klst. í námið á viku. Ef miðað er við að 100% vinna séu 40 klst. er Jóna því í 140-160% námi. Hún mætir um þrisvar sinnum á viku í ræktina sem gerir um 5 klst. á viku. Svo æfir hún sig á sellóið flesta daga sem gerir um 5 klst. í viku. Um helgar tekur hún vaktir sem gerir um 12 klst. á viku, þ.e. um 30% starfshlutfall. Athugum að hún er þá í 170% námi og starfi samanlagt ef við miðum við 40 klst. vinnuviku sem 100% starf. Meðaldagurinn hjá henni Jónu gæti því raðast einhvern veginn eins og á kökuritinu hér að neðan og raunverulegur frítími Jónu væri þá inni í liðnum „Annað“. Hér er ekki gert ráð fyrir nokkrum tíma í að elda, borða, þvo þvott, innkaup, læknisferðir, ferðast á milli staða og margt fleira sem fólk þarf að standa í. Varla neinn frítími hjá stúdentum Jóna er vissulega ímynduð en þetta endurspeglar raunveruleika meginþorra stúdenta og þær kröfur sem íslenskt háskólanám krefst af stúdentum sem það sækja. Staða Jónu er ágæt miðað við marga stúdenta en hvað ef Jóna væri á almennum leigumarkaði frekar en á stúdentagörðum? Hvað ef Jóna væri ekki með góða íslenskukunnáttu? Hvað ef eitthvað kæmi upp á í lífi Jónu? Hvað ef Jóna væri ekki á námslánum? Hvað ef Jóna væri einstætt foreldri? Kakan hennar myndi breytast töluvert við eitthvað af þessu og það er raunveruleiki margra stúdenta líka. Til dæmis er um þriðjungur stúdenta á Íslandi einnig foreldrar [2] en svo hátt hlutfall sést sjaldan í öðrum löndum [3]. Þessi staða er ekki algjörlega ómöguleg og jafnvel þótt brottfall úr íslenskum háskólum sé hátt þá tekst mörgum þetta. En hvernig? Sumir stúdentar búa í foreldrahúsum og sleppa við að vinna en fullt nám er þó enn þá um 150% starfshlutfall. Flestir stúdentar fórna hins vegar bara einhverju til þess að búa til frítíma. Jóna gæti til dæmis hætt í sellóinu og að mæta í ræktina. Hún gæti líka sleppt viðburðum og að taka þátt í félagslífinu. Sumir stúdentar bara vaka lengur til að ná að ljúka öllu. Það gefur þó auga leið að skortur á tíma bitnar á náminu. Margir stúdentar geti ekki bara sleppt öðrum skyldum í lífinu. Þeir stúdentar eiga í hættu á að ná ekki öllum sínum námskeiðum (áföngum) og að námið þeirra lengist eða þeir ná námskeiðum naumlega án þess að fá nægilega mikið út úr náminu. Við hljótum að vilja að stúdentar hér á landi geti fullnýtt námið og skilað sér út í samfélagið með verðmæta þekkingu. Þessi staða stúdenta gæti leitt af sér lengri skólagöngu með minni afköstum háskólastigsins. Stúdentar mega hvíla sig Það er sigur fyrir stúdenta, háskólana og samfélagið ef stúdentar fá nægan tíma til þess að sinna náminu. Háskólinn getur lagt fyrir námsefni sem stúdentar hafa möguleika á að sinna og stúdentar eiga meiri möguleika á að klára námið á tilsettum tíma. Hlutfall vinnandi stúdenta er mjög hátt í samanburði við önnur Evrópulönd, þ.e. um 70% og þrír af hverjum fjórum vinnandi stúdentum segjast ekki hafa efni á að vera í námi án þess að vinna [4]. Stúdentar hafa gagnrýnt hvernig kjör Menntasjóðs námsmanna duga ekki til [5] og leiguverð hefur hækkað talsvert. Þarna hefur yfirvöldum brugðist að styðja nægilega við stúdenta og þannig komið í veg fyrir að stúdentar nái að fullnýta námið sitt. Gjarnan eru próf og verkefni sett fyrir um helgar og seint á kvöldin. Þá kemur einnig fyrir að slíkt er sett fyrir með stuttum fyrirvara. Stúdentar verða að geta treyst á að þeir geti ráðstafað almennum frítíma eins og þeim sýnist, en sú er ekki raunin þegar það þykir sjálfsagt að stúdentar sinni náminu utan „hefðbundins vinnutíma“. Þetta getur háskólinn hjálpað við strax með því að afmarka hvenær stúdentar séu skyldugir til að sinna náminu eða að minnsta kosti tryggja að upplýsingar um það komi fram í námskeiðslýsingum. Ef þú ert kennari að lesa þetta þá getur þú til dæmis sleppt því að leggja fyrir próf á laugardögum og hugsað fyrir fram hvort ákveðinn skilafrestur á verkefni myndi þýða aukið álag um helgar og á kvöldin. En ef þú ert mögulega háskólaráðherra þá bið ég þig um að stuðla að bættri fjárhagsstöðu stúdenta svo þeir geti skilað sér með aukna þekkingu og hæfni út í samfélagið. Jóna hér að ofan á að eiga kost á að sinna öllum þeim verkefnum sem kennarar hennar leggja fyrir án þess að þurfa að gefa upp alla hamingju út skólagönguna. Höfundur er í málefnanefnd Röskvu. Heimildir: [1] European Commission. „ECTS Users’ Guide.“ Luxembourg: Publications Office of the European Union, 2015, https://education.ec.europa.eu/sites/default/files/document-library-docs/ects-users-guide_en.pdf, 10. [2] Mennta- og menningarmálaráðuneytið. „Staða íslenskra háskólanema: Aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms niðurstöður Eurostudent VI.“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið, https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c, 3. [3] Eurostudent. „Students with children.“ Eurostudent Database, 2020, https://database.eurostudent.eu/drm2020j/?fg=all_students&e=child_dich&Curr=NCU&eust_nr=7&country_list=AT%2CCH%2CCZ%2CDK%2CEE%2CFI%2CFR%2CGE%2CHR%2CHU%2CIE%2CIS%2CIT%2CLT%2CLU%2CMT%2CNL%2CNO%2CPL%2CPT%2CRO%2CSE%2CSI%2CTR. [4] Hauschildt, Gwosć, Schirmer, Cras. „The Social Dimension Of Student Life In The European Higher Education Area In 2019.“ Eurostudent, https://www.eurostudent.eu/download_files/documents/Eurostudent_brochure_WEB.pdf, 14-16. [5] Háskólanám í hættu. Landssamtök íslenskra stúdenta, https://studentar.is/hsklamenntun-httu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Jóna er í BS-námi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka því á tilsettum tíma, þ.e. þremur árum. Hún hefur alltaf búið á Akureyri en flutti á stúdentagarða í Reykjavík meðan á náminu stendur. Hún stundar líkamsrækt og spilar á selló auk þess að mæta reglulega í vísindaferðir og skemmtanir hjá nemendafélaginu sínu. Til að eiga í sig og á, vinnur hún með náminu þar sem námslánin duga naumlega fyrir leigunni. Alla jafna þarf hún bara að standa undir kostnaði á nauðsynjavörum, námsgögnum, tækjum sem hún þarf fyrir skólann, samgöngum og afþreyingu. Tökum nú saman hvernig Jóna þarf að ráðstafa tímanum sínum. Fullt BS-nám eru 30 einingar á misseri og hver eining er 25-30 klst. [1]. Misserið er 14 vikur, þá gerir það 55-65 klst. í námið á viku. Ef miðað er við að 100% vinna séu 40 klst. er Jóna því í 140-160% námi. Hún mætir um þrisvar sinnum á viku í ræktina sem gerir um 5 klst. á viku. Svo æfir hún sig á sellóið flesta daga sem gerir um 5 klst. í viku. Um helgar tekur hún vaktir sem gerir um 12 klst. á viku, þ.e. um 30% starfshlutfall. Athugum að hún er þá í 170% námi og starfi samanlagt ef við miðum við 40 klst. vinnuviku sem 100% starf. Meðaldagurinn hjá henni Jónu gæti því raðast einhvern veginn eins og á kökuritinu hér að neðan og raunverulegur frítími Jónu væri þá inni í liðnum „Annað“. Hér er ekki gert ráð fyrir nokkrum tíma í að elda, borða, þvo þvott, innkaup, læknisferðir, ferðast á milli staða og margt fleira sem fólk þarf að standa í. Varla neinn frítími hjá stúdentum Jóna er vissulega ímynduð en þetta endurspeglar raunveruleika meginþorra stúdenta og þær kröfur sem íslenskt háskólanám krefst af stúdentum sem það sækja. Staða Jónu er ágæt miðað við marga stúdenta en hvað ef Jóna væri á almennum leigumarkaði frekar en á stúdentagörðum? Hvað ef Jóna væri ekki með góða íslenskukunnáttu? Hvað ef eitthvað kæmi upp á í lífi Jónu? Hvað ef Jóna væri ekki á námslánum? Hvað ef Jóna væri einstætt foreldri? Kakan hennar myndi breytast töluvert við eitthvað af þessu og það er raunveruleiki margra stúdenta líka. Til dæmis er um þriðjungur stúdenta á Íslandi einnig foreldrar [2] en svo hátt hlutfall sést sjaldan í öðrum löndum [3]. Þessi staða er ekki algjörlega ómöguleg og jafnvel þótt brottfall úr íslenskum háskólum sé hátt þá tekst mörgum þetta. En hvernig? Sumir stúdentar búa í foreldrahúsum og sleppa við að vinna en fullt nám er þó enn þá um 150% starfshlutfall. Flestir stúdentar fórna hins vegar bara einhverju til þess að búa til frítíma. Jóna gæti til dæmis hætt í sellóinu og að mæta í ræktina. Hún gæti líka sleppt viðburðum og að taka þátt í félagslífinu. Sumir stúdentar bara vaka lengur til að ná að ljúka öllu. Það gefur þó auga leið að skortur á tíma bitnar á náminu. Margir stúdentar geti ekki bara sleppt öðrum skyldum í lífinu. Þeir stúdentar eiga í hættu á að ná ekki öllum sínum námskeiðum (áföngum) og að námið þeirra lengist eða þeir ná námskeiðum naumlega án þess að fá nægilega mikið út úr náminu. Við hljótum að vilja að stúdentar hér á landi geti fullnýtt námið og skilað sér út í samfélagið með verðmæta þekkingu. Þessi staða stúdenta gæti leitt af sér lengri skólagöngu með minni afköstum háskólastigsins. Stúdentar mega hvíla sig Það er sigur fyrir stúdenta, háskólana og samfélagið ef stúdentar fá nægan tíma til þess að sinna náminu. Háskólinn getur lagt fyrir námsefni sem stúdentar hafa möguleika á að sinna og stúdentar eiga meiri möguleika á að klára námið á tilsettum tíma. Hlutfall vinnandi stúdenta er mjög hátt í samanburði við önnur Evrópulönd, þ.e. um 70% og þrír af hverjum fjórum vinnandi stúdentum segjast ekki hafa efni á að vera í námi án þess að vinna [4]. Stúdentar hafa gagnrýnt hvernig kjör Menntasjóðs námsmanna duga ekki til [5] og leiguverð hefur hækkað talsvert. Þarna hefur yfirvöldum brugðist að styðja nægilega við stúdenta og þannig komið í veg fyrir að stúdentar nái að fullnýta námið sitt. Gjarnan eru próf og verkefni sett fyrir um helgar og seint á kvöldin. Þá kemur einnig fyrir að slíkt er sett fyrir með stuttum fyrirvara. Stúdentar verða að geta treyst á að þeir geti ráðstafað almennum frítíma eins og þeim sýnist, en sú er ekki raunin þegar það þykir sjálfsagt að stúdentar sinni náminu utan „hefðbundins vinnutíma“. Þetta getur háskólinn hjálpað við strax með því að afmarka hvenær stúdentar séu skyldugir til að sinna náminu eða að minnsta kosti tryggja að upplýsingar um það komi fram í námskeiðslýsingum. Ef þú ert kennari að lesa þetta þá getur þú til dæmis sleppt því að leggja fyrir próf á laugardögum og hugsað fyrir fram hvort ákveðinn skilafrestur á verkefni myndi þýða aukið álag um helgar og á kvöldin. En ef þú ert mögulega háskólaráðherra þá bið ég þig um að stuðla að bættri fjárhagsstöðu stúdenta svo þeir geti skilað sér með aukna þekkingu og hæfni út í samfélagið. Jóna hér að ofan á að eiga kost á að sinna öllum þeim verkefnum sem kennarar hennar leggja fyrir án þess að þurfa að gefa upp alla hamingju út skólagönguna. Höfundur er í málefnanefnd Röskvu. Heimildir: [1] European Commission. „ECTS Users’ Guide.“ Luxembourg: Publications Office of the European Union, 2015, https://education.ec.europa.eu/sites/default/files/document-library-docs/ects-users-guide_en.pdf, 10. [2] Mennta- og menningarmálaráðuneytið. „Staða íslenskra háskólanema: Aðgengi, efnahagur og tækifæri til náms niðurstöður Eurostudent VI.“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið, https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2d86daef-4fb1-11e8-942b-005056bc530c, 3. [3] Eurostudent. „Students with children.“ Eurostudent Database, 2020, https://database.eurostudent.eu/drm2020j/?fg=all_students&e=child_dich&Curr=NCU&eust_nr=7&country_list=AT%2CCH%2CCZ%2CDK%2CEE%2CFI%2CFR%2CGE%2CHR%2CHU%2CIE%2CIS%2CIT%2CLT%2CLU%2CMT%2CNL%2CNO%2CPL%2CPT%2CRO%2CSE%2CSI%2CTR. [4] Hauschildt, Gwosć, Schirmer, Cras. „The Social Dimension Of Student Life In The European Higher Education Area In 2019.“ Eurostudent, https://www.eurostudent.eu/download_files/documents/Eurostudent_brochure_WEB.pdf, 14-16. [5] Háskólanám í hættu. Landssamtök íslenskra stúdenta, https://studentar.is/hsklamenntun-httu.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun