Silva framlengir við City og hafnar Al-Hilal og PSG Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 17:31 Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Englands- og Evrópumeistara Manchester City. Vísir/Getty Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Manchester City til ársins 2026. Hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu. Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti