Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 08:50 Bernardo Arévalo og Karin Herrera (t.h.), varaforsetaefni hans, fagna stuðningsmönnum sínum eftir sigur hans í annarri umferð forsetakosninganna í Gvatemala í gær. AP/Moises Castillo Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985. Gvatemala Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Arévalo hlaut 58 prósent greiddra atkvæða gegn 37 prósentum Söndru Torres, fyrrverandi forsetafrúar landsins, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum þegar öll atkvæði höfðu verið talin. AP-fréttastofan segir að kjósendur hafi fylkt sér að baki Arévalo til þess að snupra valdastétt landsins vegna áskana um landlæga spillingu. Yfir Arévalo hangir þó möguleikinn á að vera dæmdur úr leik. Klukkustund áður en úrslit fyrri umferðar kosninganna voru staðfest í síðasta mánuði tilkynnti embætti ríkissaksóknara að það væri að rannsaka undirskriftir sem Fræhreyfing Arévalo safnaði þegar flokkurinn var skráður fyrir nokkrum árum. Dómari felldi skráningu flokksins tímabundið úr gildi en þeim úrskurði var snúið við á æðra dómstigi. Dómstólar bönnuðu nokkrum frambjóðendum sem hefðu getað ógnað sitjandi valdhöfum að bjóða sig fram í kosningum, að sögn New York Times. „Við vitum að það eru pólitískar ofsóknir í gangi í gegnum stofnanir, saksóknaraembætti og dómara sem hafa verið innlimaðir með spilltum hætti. Við viljum telja að kraftur þessa sigur geri það ljóst að það er ekki hægt að reyna að stöðva kosningaferlið. Gvatemalska þjóðin hefur talað afdráttarlaust,“ sagði Arévalo í gærkvöldi. Fullyrti Arévalo að Alejandri Giammattei, fráfarandi forseti, hafi óskað sér til hamingju og sagt honum að þeir skyldu byrja að undirbúa valdaskiptin daginn eftir að úrslitin verða staðfest. Kjörtímabili Giammattei lýkur 14. janúar. Sandra Torres, frambjóðandi UNE-flokksins og fyrrverandi forsetafrú Gvatemala.AP/Santiago Billy Annað hvort vísað frá eða valdalaus Edmond Mulet, fyrrverandi þingforseti sem bauð sig fram í fyrri umferð kosninganna, segir AP að tvennt sé líklegast í stöðunni. Dómstólar gætu fellt skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi en Arévalo fengi að taka við embætti forseta. Þingmenn flokksins, sem væru þegar í minnihluta, gætu ekki gegnt stjórnunarstöðum eða stýrt þingnefndum. Vantrauststillögur yrðu líklega strax bornar fram gegn Arévalo til þess að setja hann af. Hinn möguleikinn sé að framboð Arévalo verði ógilt og honum meinað að taka við embættinu þrátt fyrir úrslitin. Miðjumaður og baráttumaður gegn spillingu Arévalo er 64 ára gamall félagsfræðingur að mennt, sonur Juan José Arévalo, fyrrverandi forseta Gvatemala, sem var hrakinn í útlegð á sjötta áratug síðustu aldar. Forsetaefnið fæddist þannig í Úrúgvæ og ólst upp í Venesúela, Síle og Mexíkó. Það var ekki fyrr en hann var táningur að aldri sem Arévalo sneri aftur til Gvatemala. Hann þykir miðjumaður í gvatemölskum stjórnmálum en aðalkosningamál hans var spillingin sem plagar landið og er sögð eiga mikinn þátt í áköfum atgervisflótta þaðan norður til Bandaríkjanna. Arévalo var þingmaður Fræhreyfingarinnar sem var stofnuð árið 2017 þegar hann var valinn forsetaefni hennar. Frambjóðandinn er gagnrýninn á stjórn vinstrimannsins Daniels Ortega í nágrannalandinu Níkaragva sem er á hraðri leið í einræðisátt. Arévalo er engu að síður lýst sem vinstrisinnaðasta forsetaframbjóðandanum sem nær svo langt frá því að lýðræði var komið aftur á eftir þriggja áratuga valdatíð harkalegrar herforingjastjórnar árið 1985.
Gvatemala Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira