Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Elín Metta er mætt í Laugardalinn. Vísir/Sigurjón Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira