„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri KLAK segir fólk oft ímynda sér blaða- og fréttamenn á einhverjum stalli. Þess vegna bendir hann oft á að fjölmiðlafólk bíti ekki. Í viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem nú stendur yfir, eru góð samskipti við fjölmiðla í fyrsta sinn tekin fyrir enda segir Andrés að fjölmiðlaumfjöllun geti haft margvísleg áhrif fyrir sprota og nýsköpunarfyrirtæki, til dæmis varðandi það að fá fjármagn, styrki eða erlenda aðila að borði. Vísir/Vilhelm „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. „Það hefur verið mikið spurt um það hvernig maður eigi að eiga góð samskipti við fjölmiðla og þess vegna ákváðum við að standa að fyrir þessari vinnustofu í ár,“ segir Andrés. „En fólk er oft hrætt við fjölmiðla og óöruggt með hvernig best er að standa að þessum samskiptum.“ Í tilefni Startup Supernova 2023 mun Atvinnulífið fjalla um sprotaumhverfið í dag og á morgun. Fjölmiðlafólk oft sett á stall Andrés er sjálfur vel kunnugur samskiptum við fjölmiðla og textagerð sem fylgir til dæmis fréttatilkynningum og öðru. „Það getur verið heilmikil áskorun að skrifa fréttatilkynningu. Hvernig get ég gert mig skiljanlega í einni setningu en ekki með því að útskýra starfsemina með einhverri langloku. Þarna skiptir orðaforðinn máli og þekking á því hvernig hægt er að skrifa texta sem er einfaldur og skiljanlegur öllum þótt starfsemin sé sérhæfð og algjörlega einstök.“ Andrés segir líka allt annað að vera sproti að koma sér á framfæri í samanburði við fyrirtæki almennt. „Það er allt annað að starfa hjá stóru fyrirtæki að pr málum því að í stóru fyrirtæki getur maður leitað til annarra um textagerð eða fengið fólk til að lesa yfir og svo framvegis. Sprotinn þarf að gera allt sjálfur og er oft ekkert sterkur á velli í að skrifa texta eða með þekkingu á því hvernig fjölmiðlaumhverfið virkar,“ segir Andrés. Hugmyndin að því að taka fjölmiðlasamskipti sérstaklega fyrir sem lið í viðskiptahraðlinum Startup Supernova 2023 kom af því að til Andrésar er oft leitað til þess að spyrja hvernig best er að bera sig að. „Og í stað þess að vera alltaf að tala við einn og einn í einu, datt okkur í hug að vera frekar með vinnustofu um þetta málefni þannig að það væri hægt að ræða fjölmiðlasamskipti við öll þau tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr hópi þrjátíu fyrirtækja, til að taka þátt í viðskiptahraðli Supernova í ár.“ Fyrirtækin sem taka þátt í ár eiga það öll sameiginlegt að ætla að hasla sér völl á erlendri grundu. „Sýnileiki sprotafyrirtækja skiptir miklu máli. Það eitt að geta sýnt fjárfestum eða erlendum aðilum að um fyrirtækið hafi verið fjallað eykur trúverðugleika og getur opnað ýmsar dyr. Þetta er eins og staðfesting á því að nýsköpunarhugmyndin sé áhugaverð því að meira að segja fjölmiðlar hafa haft áhuga á að segja frá henni,“ segir Andrés. Hann segir marga samt vera frekar hrædda við fjölmiðla. Hvers vegna? Það er oft þannig að fólk ímyndar sér blaða- og fréttamenn á einhverjum stalli. Þess vegna er ég svo oft að benda á að fjölmiðlafólk bítur ekki eins og ég sagði áðan,“ segir Andrés og bætir við: „Ég skýri þetta oft út sem ákveðna samvinnu og hringrás. Fjölmiðlar eru alltaf að leita af góðu efni og vilja fá til sín gott efni. Þess vegna eigi fólk að vera óhrætt við að hafa samband og láta vita af sér því að öll nöfn og netföng eru oftast mjög sýnileg og aðgengi því nokkuð auðvelt.“ En er það hlutverk fjölmiðla að vera að kynna starfsemi sprotafyrirtækja? „Nei alls ekki. Við ræðum það vel hvernig það þarf alltaf að vera tilefni til umfjöllunar. Að sprotarnir séu meðvitaðir um að það er enginn fjölmiðill að fara að fjalla um þau bara vegna þess að það væri gott fyrir þau að kynna starfsemina eða geta opnað dyr fyrir fjármögnun. Það er alveg skilningur á þessu en ýmiss praktísk atriði sem þarf að leiðbeina með.“ Eins og hver? „Ég nefni til dæmis bara orðanotkun í skrifum. Sprotaumhverfið er mjög sérhæft umhverfi og sjálfur leita ég oft til Árnastofnunar vegna þess að mig vantar orð. Ég er samt vanur og get því ímyndað mér hvernig það er fyrir sprota líður sem er að byggja upp sitt fyrirtæki og þekkir ekkert til skrifa né fjölmiðla. Hvaða orð á að nota og hvenær? Því að efnið má heldur ekki vera svo sérhæft að fólk skilur það ekki. Hvorki fjölmiðlafólkið sjálft né lesendur eða hlustendur.“ En hver er ávinningur sprotans? „Hann getur verið margvíslegur. Góð umfjöllun getur til dæmis opnað dyr fyrir sprota að fá fjárfesta að borði eða styrk úr sjóði. Erlendis mælist það líka mjög vel fyrir þegar sprotar geta sýnt einhverja umfjöllun. Sem virkar þá eins og staðfesting á því að nýsköpunarverkefnið þeirra er áhugavert.“ Andrés verður með fyrirlestur um góð samskipti við fjölmiðla fyrir þau tíu sprotafyrirtæki sem valin voru úr hópi þrjátíu fyrirtækja sem valin voru til að taka þátt í Startup Supernova 2023. Þar verða málin rædd frá ýmsum hliðum og þá ekki síst til þess að hvetja sprotafyrirtæki til að hafa sig í frammi við fjölmiðla.Vísir/Vilhelm Þekking á báða bóga af hinu góða Andrés segir að liður í því að ræða góð samskipti við fjölmiðla sé að skýra út hvernig fjölmiðlar virka og hvernig ekki er hægt að bera sig að við alla á sama hátt. „Í fyrirlestrinum mínum fer ég til dæmis yfir það hvenær tilefni er til þess efnislega að sproti láti vita af sér og hvernig þarf þá að meta við hvern á að hafa samband eða reyna að nálgast. Sumt efni er til dæmis þannig að það á fyrst og fremst heima í viðskiptablöðum eða þar til bærum efnisflokkum. Á meðan annað efni getur verið efni fyrir til dæmis Atvinnulífið, almennar fréttir, Smartland og svo framvegis.“ Þá er sérstaklega farið yfir það hvernig gott er að standa að fréttatilkynningum, hvenær, hvernig og um hvað. „Að vissu leyti er mitt hlutverk oft það að peppa hópinn bara upp í að þora að hafa samband. Því það er eins og margir haldi að viðbrögð blaðamanna séu hortugheit og áhugaleysi, sem er alls ekki sú reynsla sem ég hef af blaða- og fréttamönnum. Sem mér finnst almennt mjög opnir og jákvæðir gagnvart nýsköpunarumhverfinu og viljugir til þess að fjalla um nýsköpun. En alla umfjöllun þarf að réttlæta í samanburði við aðra og því eðlilegt að meta þurfi hvert efni og umfjöllun fyrir sig.“ Þá segir Andrés líka mikilvægt fyrir sprota að átta sig á því að það að byggja upp góð samskipti og tengsl við fjölmiðla geti tekið tíma. Ekki sé alltaf hægt að stökkva til þegar sprotinn hefur samband og fara í skrif eða viðtöl. Sumt falli vel að í tíma, annað ekki. En það sé þá bara að meðhöndla þau samskipti eins og þegar sprotar eru að leita til fjárfesta: Það eru kannski mörg Nei á móti einu Jái. Eins ræði sprotar oft um það, hversu mikið af upplýsingum á yfir höfuð að veita í viðtölum. Þegar verið er að vinna að nýsköpunarhugmynd á frumstigi geti fólk stundum verið hrætt við að opinbera of mikið of snemma í ferlinu. „Fjölmiðlaumfjöllunin fyrir nýsköpunarumhverfið er hins vegar svo mikilvæg. Í raun fjórða valdið. Það eru sprotarnir sjálfir og fólkið sem kemur að nýsköpunarfyrirtækinu sem frumkvöðlar og eigendur. Ríkið með sínum stuðningi eins og í gegnum Rannís og styrki Tækniþróunarsjóðs hafa líka oft mikil áhrif á það hvort nýsköpunarhugmynd verður að veruleika. Síðan er það nýsköpunarumhverfið sjálft eins og hjá okkur hér í Grósku þar sem frumkvöðlar og sprotar styðja við hvort annað. Fjórða áhrifavaldið eru síðan fjölmiðlar því það að auka á sýnileika sprota og nýsköpunar í fjölmiðlum skiptir sköpum,“ segir Andrés og bætir við: „Eitt viðtal við sprota hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á þann aðila, heldur góð áhrif á sprotaumhverfið í heild sinni. Ein umfjöllun er þannig að styðja við nýsköpunarumhverfið í heild sinni þar sem sýnileikinn verður meiri í samfélaginu, fyrir fjárfesta og sjóði, fyrir styrkveitendur, erlenda aðila og svo framvegis.“ En eru einhver ráð sem þú myndir vilja gefa fjölmiðlum um þeirra aðkomu að sprota- og nýsköpunarumhverfinu. „Bara það að halda áfram að vera svona opnir fyrir þessari umfjöllun eins og þeir eru flestir. Ef ég ætti að bæta einhverju við þá væri það kannski helst að blaða- og fréttamenn kynni sér málin aðeins því stundum verður maður var við ákveðið þekkingarleysi.“ Sem dæmi nefnir Andrés starfsemi Klak, sem er óhagnaðardrifið félag í eigu Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Starfsemi Klaks felst í að styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi, til dæmis með viðskiptahröðlum og fleiru en eins hefur Gullegg Klak áunnið sér sess sem mikilvæg viðurkenning fyrir sprota sem hljóta þau verðlaun. Við höfum alveg lent í því að fjölmiðlafólk haldi að Klak sé sproti. Þannig að alveg eins og við erum að leggja áherslu á að sprotar og frumkvöðlar átti sig á því hvernig fjölmiðlaumhverfið er og virkar, er líka gott fyrir fjölmiðla að þekkja hvernig sprota- og nýsköpunarumhverfið virkar. Það er hluti af þessari hringrás sem getur verið öllum til góðs.“ Nýsköpun Fjölmiðlar Góðu ráðin Tengdar fréttir „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Það hefur verið mikið spurt um það hvernig maður eigi að eiga góð samskipti við fjölmiðla og þess vegna ákváðum við að standa að fyrir þessari vinnustofu í ár,“ segir Andrés. „En fólk er oft hrætt við fjölmiðla og óöruggt með hvernig best er að standa að þessum samskiptum.“ Í tilefni Startup Supernova 2023 mun Atvinnulífið fjalla um sprotaumhverfið í dag og á morgun. Fjölmiðlafólk oft sett á stall Andrés er sjálfur vel kunnugur samskiptum við fjölmiðla og textagerð sem fylgir til dæmis fréttatilkynningum og öðru. „Það getur verið heilmikil áskorun að skrifa fréttatilkynningu. Hvernig get ég gert mig skiljanlega í einni setningu en ekki með því að útskýra starfsemina með einhverri langloku. Þarna skiptir orðaforðinn máli og þekking á því hvernig hægt er að skrifa texta sem er einfaldur og skiljanlegur öllum þótt starfsemin sé sérhæfð og algjörlega einstök.“ Andrés segir líka allt annað að vera sproti að koma sér á framfæri í samanburði við fyrirtæki almennt. „Það er allt annað að starfa hjá stóru fyrirtæki að pr málum því að í stóru fyrirtæki getur maður leitað til annarra um textagerð eða fengið fólk til að lesa yfir og svo framvegis. Sprotinn þarf að gera allt sjálfur og er oft ekkert sterkur á velli í að skrifa texta eða með þekkingu á því hvernig fjölmiðlaumhverfið virkar,“ segir Andrés. Hugmyndin að því að taka fjölmiðlasamskipti sérstaklega fyrir sem lið í viðskiptahraðlinum Startup Supernova 2023 kom af því að til Andrésar er oft leitað til þess að spyrja hvernig best er að bera sig að. „Og í stað þess að vera alltaf að tala við einn og einn í einu, datt okkur í hug að vera frekar með vinnustofu um þetta málefni þannig að það væri hægt að ræða fjölmiðlasamskipti við öll þau tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr hópi þrjátíu fyrirtækja, til að taka þátt í viðskiptahraðli Supernova í ár.“ Fyrirtækin sem taka þátt í ár eiga það öll sameiginlegt að ætla að hasla sér völl á erlendri grundu. „Sýnileiki sprotafyrirtækja skiptir miklu máli. Það eitt að geta sýnt fjárfestum eða erlendum aðilum að um fyrirtækið hafi verið fjallað eykur trúverðugleika og getur opnað ýmsar dyr. Þetta er eins og staðfesting á því að nýsköpunarhugmyndin sé áhugaverð því að meira að segja fjölmiðlar hafa haft áhuga á að segja frá henni,“ segir Andrés. Hann segir marga samt vera frekar hrædda við fjölmiðla. Hvers vegna? Það er oft þannig að fólk ímyndar sér blaða- og fréttamenn á einhverjum stalli. Þess vegna er ég svo oft að benda á að fjölmiðlafólk bítur ekki eins og ég sagði áðan,“ segir Andrés og bætir við: „Ég skýri þetta oft út sem ákveðna samvinnu og hringrás. Fjölmiðlar eru alltaf að leita af góðu efni og vilja fá til sín gott efni. Þess vegna eigi fólk að vera óhrætt við að hafa samband og láta vita af sér því að öll nöfn og netföng eru oftast mjög sýnileg og aðgengi því nokkuð auðvelt.“ En er það hlutverk fjölmiðla að vera að kynna starfsemi sprotafyrirtækja? „Nei alls ekki. Við ræðum það vel hvernig það þarf alltaf að vera tilefni til umfjöllunar. Að sprotarnir séu meðvitaðir um að það er enginn fjölmiðill að fara að fjalla um þau bara vegna þess að það væri gott fyrir þau að kynna starfsemina eða geta opnað dyr fyrir fjármögnun. Það er alveg skilningur á þessu en ýmiss praktísk atriði sem þarf að leiðbeina með.“ Eins og hver? „Ég nefni til dæmis bara orðanotkun í skrifum. Sprotaumhverfið er mjög sérhæft umhverfi og sjálfur leita ég oft til Árnastofnunar vegna þess að mig vantar orð. Ég er samt vanur og get því ímyndað mér hvernig það er fyrir sprota líður sem er að byggja upp sitt fyrirtæki og þekkir ekkert til skrifa né fjölmiðla. Hvaða orð á að nota og hvenær? Því að efnið má heldur ekki vera svo sérhæft að fólk skilur það ekki. Hvorki fjölmiðlafólkið sjálft né lesendur eða hlustendur.“ En hver er ávinningur sprotans? „Hann getur verið margvíslegur. Góð umfjöllun getur til dæmis opnað dyr fyrir sprota að fá fjárfesta að borði eða styrk úr sjóði. Erlendis mælist það líka mjög vel fyrir þegar sprotar geta sýnt einhverja umfjöllun. Sem virkar þá eins og staðfesting á því að nýsköpunarverkefnið þeirra er áhugavert.“ Andrés verður með fyrirlestur um góð samskipti við fjölmiðla fyrir þau tíu sprotafyrirtæki sem valin voru úr hópi þrjátíu fyrirtækja sem valin voru til að taka þátt í Startup Supernova 2023. Þar verða málin rædd frá ýmsum hliðum og þá ekki síst til þess að hvetja sprotafyrirtæki til að hafa sig í frammi við fjölmiðla.Vísir/Vilhelm Þekking á báða bóga af hinu góða Andrés segir að liður í því að ræða góð samskipti við fjölmiðla sé að skýra út hvernig fjölmiðlar virka og hvernig ekki er hægt að bera sig að við alla á sama hátt. „Í fyrirlestrinum mínum fer ég til dæmis yfir það hvenær tilefni er til þess efnislega að sproti láti vita af sér og hvernig þarf þá að meta við hvern á að hafa samband eða reyna að nálgast. Sumt efni er til dæmis þannig að það á fyrst og fremst heima í viðskiptablöðum eða þar til bærum efnisflokkum. Á meðan annað efni getur verið efni fyrir til dæmis Atvinnulífið, almennar fréttir, Smartland og svo framvegis.“ Þá er sérstaklega farið yfir það hvernig gott er að standa að fréttatilkynningum, hvenær, hvernig og um hvað. „Að vissu leyti er mitt hlutverk oft það að peppa hópinn bara upp í að þora að hafa samband. Því það er eins og margir haldi að viðbrögð blaðamanna séu hortugheit og áhugaleysi, sem er alls ekki sú reynsla sem ég hef af blaða- og fréttamönnum. Sem mér finnst almennt mjög opnir og jákvæðir gagnvart nýsköpunarumhverfinu og viljugir til þess að fjalla um nýsköpun. En alla umfjöllun þarf að réttlæta í samanburði við aðra og því eðlilegt að meta þurfi hvert efni og umfjöllun fyrir sig.“ Þá segir Andrés líka mikilvægt fyrir sprota að átta sig á því að það að byggja upp góð samskipti og tengsl við fjölmiðla geti tekið tíma. Ekki sé alltaf hægt að stökkva til þegar sprotinn hefur samband og fara í skrif eða viðtöl. Sumt falli vel að í tíma, annað ekki. En það sé þá bara að meðhöndla þau samskipti eins og þegar sprotar eru að leita til fjárfesta: Það eru kannski mörg Nei á móti einu Jái. Eins ræði sprotar oft um það, hversu mikið af upplýsingum á yfir höfuð að veita í viðtölum. Þegar verið er að vinna að nýsköpunarhugmynd á frumstigi geti fólk stundum verið hrætt við að opinbera of mikið of snemma í ferlinu. „Fjölmiðlaumfjöllunin fyrir nýsköpunarumhverfið er hins vegar svo mikilvæg. Í raun fjórða valdið. Það eru sprotarnir sjálfir og fólkið sem kemur að nýsköpunarfyrirtækinu sem frumkvöðlar og eigendur. Ríkið með sínum stuðningi eins og í gegnum Rannís og styrki Tækniþróunarsjóðs hafa líka oft mikil áhrif á það hvort nýsköpunarhugmynd verður að veruleika. Síðan er það nýsköpunarumhverfið sjálft eins og hjá okkur hér í Grósku þar sem frumkvöðlar og sprotar styðja við hvort annað. Fjórða áhrifavaldið eru síðan fjölmiðlar því það að auka á sýnileika sprota og nýsköpunar í fjölmiðlum skiptir sköpum,“ segir Andrés og bætir við: „Eitt viðtal við sprota hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á þann aðila, heldur góð áhrif á sprotaumhverfið í heild sinni. Ein umfjöllun er þannig að styðja við nýsköpunarumhverfið í heild sinni þar sem sýnileikinn verður meiri í samfélaginu, fyrir fjárfesta og sjóði, fyrir styrkveitendur, erlenda aðila og svo framvegis.“ En eru einhver ráð sem þú myndir vilja gefa fjölmiðlum um þeirra aðkomu að sprota- og nýsköpunarumhverfinu. „Bara það að halda áfram að vera svona opnir fyrir þessari umfjöllun eins og þeir eru flestir. Ef ég ætti að bæta einhverju við þá væri það kannski helst að blaða- og fréttamenn kynni sér málin aðeins því stundum verður maður var við ákveðið þekkingarleysi.“ Sem dæmi nefnir Andrés starfsemi Klak, sem er óhagnaðardrifið félag í eigu Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, Origo, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Starfsemi Klaks felst í að styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi, til dæmis með viðskiptahröðlum og fleiru en eins hefur Gullegg Klak áunnið sér sess sem mikilvæg viðurkenning fyrir sprota sem hljóta þau verðlaun. Við höfum alveg lent í því að fjölmiðlafólk haldi að Klak sé sproti. Þannig að alveg eins og við erum að leggja áherslu á að sprotar og frumkvöðlar átti sig á því hvernig fjölmiðlaumhverfið er og virkar, er líka gott fyrir fjölmiðla að þekkja hvernig sprota- og nýsköpunarumhverfið virkar. Það er hluti af þessari hringrás sem getur verið öllum til góðs.“
Nýsköpun Fjölmiðlar Góðu ráðin Tengdar fréttir „Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01 Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Pabbi, systir mín, kærastan og ég fórum öll að grúska“ Fjölskyldufyrirtæki varð til í Covid. Og þau stefna langt! 19. júní 2023 07:23
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. 4. maí 2023 07:00
Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. 3. maí 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. 30. mars 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. 29. mars 2023 07:01