Golf

Logi tók ekki bara Ís­lands­meistara­titilinn með sér heim

Aron Guðmundsson skrifar
Logi með Björgvinsskálina að Íslandsmótinu loknu
Logi með Björgvinsskálina að Íslandsmótinu loknu Mynd: GSÍ/[email protected]

Logi Sigurðs­son og Ragn­hildur Kristins­dóttir tryggðu sér í gær Ís­lands­meistara­titilinn í karla- og kvenna­flokki í golfi.

Ís­lands­mótið fór fram við frá­bærar að­stæður á Urriða­velli í Garða­bænum um ný­liðna helgi en um er að ræða fyrstu Ís­lands­meistara­titla Loga og Ragn­hildar á ferlinum.

Ís­lands­meistara­titillinn var hins vegar ekki eini titillinn sem Logi hafði á brott með sér af Urriða­velli í gær því hann veitti Björg­vins­skálinni við­töku að móti loknu.

Björg­vins­skálin er veitt þeim á­huga­manni sem leikur á lægsta skori í kvenna- eða karla­flokki á Ís­lands­mótinu í golfi ár hvert.

Skálin hefur, frá árinu 2021, verið veitt til heiðurs Björg­vini Þor­steins­syni, sem varð á sínum ferli Ís­lands­meistari alls sex sinnum, en árið 2021 voru 50 ár liðin frá því að Björg­vin varð í fyrsta sinn Ís­lands­meistari í golfi.

Aron Snær Júlíus­son var sá fyrsti sem fékk af­henta Björg­vins­skálina eftir að hann varð Ís­lands­meistari árið 2021. Það féll svo í skaut Kristjáns Þórs Einars­sonar, Ís­lands­meistara árið 2022 að veita Björg­vins­skálinni við­töku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×