Réttur dagur til að láta svæfa hund vegna elli eða hægfara veikinda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun