Páfinn segir mikilvægt að hlusta á þolendur kynferðisofbeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 11:05 Nær fimm þúsund börn hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950. EPA Frans páfi sat í gær fund með þrettán einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera þolendur kynferðisofbeldis klerka innan kaþólsku kirkjunnar. Í kjölfarið sagði hann það það mikilvægt að hlýða á raddir fórnarlambanna. Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950.
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16
Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44
Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55