Stríðsfangarnir í Olenivka ekki felldir í HIMARS-árás Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 10:27 Frá minningarathöfn í Lviv í fyrra, þar sem þeirra sem dóu í sprengingunni í Olenivka var minnst. Getty/Mykola Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að þeir sem bæru ábyrgð á dauða minnst fimmtíu úkraínskra stríðsfanga í Olenivka í Dónetsk í fyrra yrðu dregnir til ábyrgðar. Volker Türk segir að rannsókn Sameinuðu þjóðanna gefi til kynna að Rússar hafi logið um það af hverju mennirnir dóu í stórri sprengingu í fangabúðum þeirra. Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Umræddum föngum var haldið í Olenivka þegar stór sprenging varð í fangelsinu í lok júlí í fyrra. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi út yfirlýsingar og myndefni og var því haldið fram að HIMARS-eldflaug frá Úkraínumönnum hefði lent í fangelsinu. Úkraínumenn segja hins vegar að Rússar hafi sprengt upp fangelsið til að hylma yfir misþyrmingu á stríðsföngum. WARNING: GRAPHIC CONTENT - Dozens of Ukrainian prisoners of war appeared to have been killed when a prison building in Olenivka was destroyed in a missile strike, with both Russia and Ukraine accusing each other of responsibility for the attack https://t.co/7bVWoBj0d2 pic.twitter.com/fOuvyId4Mk— Reuters (@Reuters) July 29, 2022 Rússar meinuðu Rauða krossinum og starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að svæðinu eftir sprenginguna eða föngum sem særðust. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Skömmu eftir að sprengingin varð hafði leikarinn umdeildi Steven Seagal fengið aðgang að svæðinu vegna heimildarmyndar sem hann sagði að myndi varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu. Þar tók hann meðal annars viðtöl við stríðsfanga, sem er brot á Genfarsáttmálanum og ákvæðum hans um meðferð stríðsfanga. Í yfirlýsingu sem Türk sendi út í gærkvöldi sagði hann að þeir sem lifðu sprenginguna af og fjölskyldur þeirra sem dóu ættu rétt á því að sannleikurinn líti dagsins ljós. Þau eigi einnig rétt á því að þeir sem beri ábyrgð á sprengingunni verði dregnir til ábyrgðar. Sjá einnig: Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Türk ítrekar einnig að Rússar hafi ekki orðið við beiðnum Sameinuðu þjóðanna eða annarra um aðgang að svæðinu en sérfræðingar Mannréttindastofnunnar Sameinuðu þjóðanna hafi getað rætt við vitni og fanga sem lifðu af, auk þess sem ítarleg rannsókn hafi verið gerð á myndefni og öðrum gögnum frá Olenivka. Niðurstaðan er sú að sprengingin varð ekki vegna HIMARS-árásar, eins og Rússar hafa haldið fram. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en Sameinuðu þjóðirnar munu halda áfram að rannsaka málið. Türk segir stríðsfanga eiga að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og að ríkið sem haldi þeim eigi að gera rannsókn á dauðsföllum þeirra. Það hafa Rússar ekki gert.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40 Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. 25. júlí 2023 19:40
Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast. 7. mars 2023 23:02
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. 12. apríl 2023 10:37