Virða að vettugi allar tilraunir til samskipta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:31 Ættingjar Travis King segjast hafa miklar áhyggjur af honum. Hann er talinn hafa hlaupið yfir landamærin til Norður-Kóreu. EPA-EFE/JEON HEON-KYUN Norður-kóresk yfirvöld hafa virt að vettugi allar tilraunir þeirra bandarísku til þess að eiga í samskiptum vegna bandaríska hermannsins sem nú er í haldi Norður-Kóreu. Spennan á Kóreuskaga er gríðarleg og samskiptin lítil sem engin. Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Hermaðurinn, Travis King, var handsamaður þar sem hann var staddur í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði Norður-og Suður-Kóreu í þorpinu Panmunjom við landamæri ríkjanna tveggja síðastliðinn þriðjudag. „Pentagon hefur reynt að ná sambandi við yfirvöld í Norður-Kóreu. Eftir því sem ég kemst næst hefur þeim tilraunum ekki verið svarað,“ hefur breski miðillinn Guardian eftir Matthew Miller, talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Miller segir bandarísk yfirvöld nú vinna að því að nálgast upplýsingar um líðan hermannsins, né hvar hann sé niðurkominn. Hermanninn ætluðu bandarísk yfirvöld sér að flytja af landi brott og átti hann að vera á leið á flugvöllinn þegar í ljós kom að hann var ekki þar, heldur hafði hann laumað sér í kynningarferð til Panmunjom. Átti að fara til Bandaríkjanna Ástæða þess að flytja átti King úr landi var sú að hann hafði setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna líkamsárásar og skemmdir á lögreglubíl. Til stóð að svipta King titlum sínum í bandaríska hernum og þá beið hans frekari refsing heima fyrir. Vitni hafa sagt að King hafi hlaupið sjálfviljugur yfir landamærin til Norður-Kóreu þar sem hann var staddur í kynningarferðinni. Þetta hefur þó ekki tekist að fá staðfest að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Miðillinn hefur eftir Christine Wormuth, hermálaráðherra Bandaríkjanna, að King hafi að öllum líkindum ekki verið á góðum stað andlega þegar hann hafi farið yfir landamærin. Mál hans hafi tekið á hann. „Það getur verið að hann hafi ekki hugsað málin til enda, án þess að við vitum nokkuð um það. Það veldur mér miklum áhyggjum að hann sé í höndum Norður-Kóreumanna. Ég óttast það hvernig þeir munu koma fram við hann.“ Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í haldi í fimm ár Enginn Bandaríkjamaður hefur verið í haldi Norður-Kóreumanna síðan að þau slepptu Bruce Byron Lowrance árið 2018. Undanfarna áratugi hafa Norður-Kóreumenn reglulega haft bandaríska ríkisborgara í haldi. Þá voru dæmi um það í kalda stríðinu að bandarískir hermenn færu yfir landamærin til Norður-Kóreu sjálfviljugir. Voru þeir síðar notaðir í norður-kóreskum áróðursmyndum. Guardian hefur eftir Leif-Eric Easley, prófessor við Ewha háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, að norður-kóresk yfirvöld muni að öllum líkindum ekki sleppa takinu af King svo glatt. Þeirra bíði hinsvegar hörð viðurlög haldi þau honum til lengri tíma og ólíklegt að þau telji það sér í hag til eilífðarnóns.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira