Bandarískur hermaður handsamaður í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 13:51 Þorpið Panmunjon er víggirt en þar standa hermenn vörð sitt hvoru megin við landamæri Norður- og Suðu-Kóreu. AP/Kim Hong-Ji Bandarískur hermaður var handsamaður í morgun er hann fór frá Suður- inn í Norður-Kóreu. Hermaðurinn er sagður hafa verið í kynningarferð á hinu svokallaða sameiginlega öryggissvæði í þorpinu Panmunjom við landamærin. Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þar var hann handsamaður og segjast Sameinuðu þjóðirnar eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður-Kóreu um manninn. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er um lágt settan hermann að ræða sem var í þorpinu á einkavegum og var ekki einkennisklæddur. Hann er sagður hafa farið viljandi yfir landamærin. A U.S. National on a JSA orientation tour crossed, without authorization, the Military Demarcation Line into the Democratic People s Republic of Korea (DPRK). We believe he is currently in DPRK custody and are working with our KPA counterparts to resolve this incident. pic.twitter.com/a6amvnJTuY— United Nations Command / (@UN_Command) July 18, 2023 Mikil spenna er á svæðinu, eins og hefur verið lengi, en bandarískum kafbát sem getur borið kjarnorkuvopn var í dag siglt til hafnar í Busan í Suður-Kóreu. Ráðamenn í Norður-Kóreu eru reiðir vegna heimsóknarinnar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, frá Suður-Kóreu. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar er afar sjaldgæft að fólk laumi sér frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu. Mun algengara er að fólk flýi til suðurs. Um hundrað þúsund manns sækja Panmunjon heim á ári hverju og fara þar í kynningarferðir. Skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í Kóreustríðinu í Panmunjon árið 1953 en um 28 þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. Eitt frægasta atvikið sem hefur átt sér stað í Panmunjon, að undaskilinni heimsókn Donalds Trump og Kim Jong Un til þorpsins, er þegar hermaður frá Norður-Kóreu flúði yfir landamærin undir skothríð frá öðrum hermönnum. Þá voru tveir yfirmenn í bandaríska hernum myrtir í þorpinu árið 1976. Það gerðu hermenn frá Norður-Kóreu vopnaðir öxum. Bandarísku mennirnir voru þá að höggva tré sem skyggði á útsýni frá varðstöð.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30 Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42
Óttast kínverskar eldflaugar Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. 1. júní 2023 22:30
Bandaríkin og Suður-Kórea undirrita kjarnorkuvopnasamning Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu. 27. apríl 2023 07:41
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56