Í átt að sterkara borgarasamfélagi Vala Karen Viðarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 07:01 Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þann 18. júlí næstkomandi mun Ísland kynna sína aðra landrýni um innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Að þessu sinni tryggðu stjórnvöld aðkomu fleiri hagaðila í landrýni sinni. Þá var í fyrsta sinn víðtækt samráð við frjáls félagasamtök þar sem um 55 samtök framkvæmdu svokallað stöðumat borgarasamtaka (e. civil society assessment) fyrir hvert og eitt markmið og gáfu stjórnvöldum ráðleggingar. Þó svo að framvinda Íslands í tengslum við aukna þátttöku borgarasamfélagsins í gegnum landrýnina sé mikilsvert, þá er enn hávært ákall um víðtækari og merkingarbærri þátttöku borgarasamfélagsins í allri stefnumótandi ákvarðanatöku stjórnvalda sem hefur áhrif á almenning. Borgarasamfélagið á Íslandi er því miður ekki sterkt, borið saman við nágrannaríki okkar, en hefur þó alla burði til þess ef rétt er haldið á spilunum. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leiddi stöðumatið í skýrslu stjórnvalda en fljótlega varð ljóst að mikill áhugi væri á slíkum samráðsvettvangi en einnig brýn þörf til þess að standa þétt saman, ræða málefni sem varða okkur öll þvert á geira og síðast en ekki síst, að veita stjórnvöldum raunverulegt aðhald. Í nýútgefinni landrýniskýrslu stjórnvalda stangast mat borgarasamfélagsins umtalsvert á við mat stjórnvalda á stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna. Heilt yfir fengu íslensk stjórnvöld gula spjaldið og það rauða í fjórum markmiðum frá borgarasamfélaginu. Þegar skoðuð er skýrsla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýlega var gefin út kemur í ljós að stöðumat borgarasamfélagsins á Íslandi í landrýninni er í takt við mat Sameinuðu þjóðanna. Að mati Sþ stendur Ísland sig illa í markmiði 2 um ekkert hungur, markmiði 6 um hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, markmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, markmiði 13 um aðgerðir í loftlagsmálum og markmiði 15 um líf á landi. Í landrýninni fengu stjórnvöld rauða spjaldið í markmiðum 10, 12, 13 og 15 frá borgarasamfélaginu. Raunin er einfaldlega sú að Ísland er hreinlega að dragast aftur úr í innleiðingu heimsmarkmiðanna. Þá eru önnur lönd að taka fram úr okkur en Ísland féll úr 22. sæti niður í það 29 milli ára. Að sama skapi féll landið niður í neðstu sætin yfir þau lönd sem hafa jákvæð smitáhrif á önnur lönd, og vermir þar sæti númer 164, á undan Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Singapúr sem er í síðasta sæti. Borgarasamfélagið gegnir lykilhlutverki í því að knýja áfram sjálfbærni, að tala fyrir umbreytandi áhrifum og að virkja samfélög. Saman getum við mótað framtíð þar sem raunveruleg þátttaka borgara og inngilding verða normið og þar sem stjórnvöld bera sannarlega ábyrgð gagnvart fólkinu sem það á að þjóna. Nú er tími til þess að hrinda í framkvæmd alvöru þátttöku og samráði borgarasamfélagsins og hvetjum við stjórnvöld til þess að gegna afgerandi hlutverki við að takast á við brýn málefni, bæði hér heima og á alþjóðavelli svo að raunverulegar breytingar eigi sér stað til þess að tryggja fulla innleiðingu heimsmarkmiðanna. Hægt verður að fylgjast með kynningu á landrýniskýrslu Íslands á Ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þann 18. júlí í beinu streymi hér kl. 19:15. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar