Umfjöllun: Riga - Víkingur 2-0 | Bikarmeistararnir með bakið upp við vegg Þorsteinn Hjálmsson skrifar 13. júlí 2023 19:33 Víkingar þurfa að snúa taflinu við. Vísir/Hulda Margrét Víkingar töpuðu í kvöld gegn Riga FC ytra, sannfærandi, lokatölur 2-0. Var leikurinn liður í undankeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Heimamenn í Riga stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og náðu að skora eitt mark og skoruðu svo snemma í síðari hálfleik. Víkingar ógnuðu marki Riga FC lítið og miðað við þennan leik eiga Víkingar á brattann að sækja í síðari leik liðanna eftir viku. Víkingar hófu leikinn betur og sköpuðu sér tvö ágætis færi á fyrstu þrem mínútum leiksins. Eftir það tóku heimamenn yfir leikinn og fengu dauðafæri eftir mistök í vörn Víkinga. Víkingar voru í vandræðum í uppspili sínu stóran hluta fyrri hálfleiks og heimamenn í Riga duglegir að éta upp sendingar Víkinga inn á miðjunni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stillti liði sínu upp með fimm manna vörn í byrjun leiks, sennilega í þeim tilgangi að þétta vel til baka. Besta færi Víkinga í leiknum var stangarskot Erlings Agnarssonar inn í D-boganum á 17. mínútu leiksins. Stuttu áður hafði Erlingur skallað saman við bakvörð heimamanna, Ngonda Muzinga, og þurft aðhlynningu sem stöðvaði leikinn í um fjórar mínútur. Heimamenn komu sér í mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en náðu þó aðeins að skora eitt mark. Það kom á 31. mínútu leiksins þegar hinn brasilíski Douglas skoraði með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu frá hægri.Víkingar voru hreinlega heppnir að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik, staðan 1-0 fyrir Riga FC. Arnar Gunnlaugsson gerði eina skiptingu í hálfleik og setti inn á Viktor Örlyg Andrason fyrir Halldór Smára Sigurðsson. Víkingar fóru þar með úr fimm manna vörn yfir í fjögurra manna vörn. Það tók þó heimamenn aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik að koma sér í tveggja marka forystu. Komst þá Soisalo, kantmaður Riga, upp að endamörkum og gaf fyrirgjöf meðfram grasinu á Marko Regza sem skoraði af stuttu færi. Ekki bætti úr skák fyrir Víkinga að Marko Regza lenti á Ingvari Jónssyni, markverði Víkinga, sem í kjölfarið fór meiddur af velli. Eftir markið fór allur vindur úr leiknum. Heimamenn sáttir með stöðuna og leyfðu Víkingum að dútla með boltann á miðjum vellinum. Leikurinn fjaraði í raun og veru algjörlega út eftir síðara mark heimamanna og synd að Víkingar höfðu ekki kraft í að herja almennilega að marki Riga. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 2-0. Af hverju vann Riga FC? Hreinlega fleiri betri fótboltamenn í liði heimamanna sem eru vanir að stjórna leikjum. Mjög taktískt vel spilaður leikur hjá leikmönnum Riga FC sem litu aldrei út fyrir að vera fara tapa þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Kantmenn Riga FC, Douglass og Soisalo, voru mjög góðir í leiknum og sköpuðu urmul færa sem á endanum skilaði öðrum þeirra marki og hinum stoðsendingu. Erfitt að velja leikmann sem stóð upp úr í afskaplega flötu liði Víkinga. Ingvar Jónsson, markvörður, átti nokkrar fínar vörslur en gat lítið gert í mörkum heimamanna. Hvað gekk illa? Uppspil Víkinga í fyrri hálfleik var slakt, mögulega vegna fimm manna varnarinnar sem Arnar Gunnlaugsson stillti upp í upphafi leiks. Það hreinlega vantaði betri tengingu úr vörninni upp á miðjuna og reyndi Arnar að bregðast við því með skiptingu í hálfleik. Einnig fannst mér dapurt að Víkingar hafi ekki náð að blása til meiri sóknar á lokakafla leiksins til að fá mögulega betri stöðu inn í seinni leikinn. Víkingarnir voru þó hreinlega búnir á því enda andstæðingurinn sterkur. Hvað gerist næst? Liðin mætast í síðari viðureign liðanna eftir viku á Víkingsvelli klukkan 18:45 þar sem mun endanlega koma í ljós hvort liðið fer áfram. Víkingur er þó í brekku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík
Víkingar töpuðu í kvöld gegn Riga FC ytra, sannfærandi, lokatölur 2-0. Var leikurinn liður í undankeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Heimamenn í Riga stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og náðu að skora eitt mark og skoruðu svo snemma í síðari hálfleik. Víkingar ógnuðu marki Riga FC lítið og miðað við þennan leik eiga Víkingar á brattann að sækja í síðari leik liðanna eftir viku. Víkingar hófu leikinn betur og sköpuðu sér tvö ágætis færi á fyrstu þrem mínútum leiksins. Eftir það tóku heimamenn yfir leikinn og fengu dauðafæri eftir mistök í vörn Víkinga. Víkingar voru í vandræðum í uppspili sínu stóran hluta fyrri hálfleiks og heimamenn í Riga duglegir að éta upp sendingar Víkinga inn á miðjunni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stillti liði sínu upp með fimm manna vörn í byrjun leiks, sennilega í þeim tilgangi að þétta vel til baka. Besta færi Víkinga í leiknum var stangarskot Erlings Agnarssonar inn í D-boganum á 17. mínútu leiksins. Stuttu áður hafði Erlingur skallað saman við bakvörð heimamanna, Ngonda Muzinga, og þurft aðhlynningu sem stöðvaði leikinn í um fjórar mínútur. Heimamenn komu sér í mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en náðu þó aðeins að skora eitt mark. Það kom á 31. mínútu leiksins þegar hinn brasilíski Douglas skoraði með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu frá hægri.Víkingar voru hreinlega heppnir að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik, staðan 1-0 fyrir Riga FC. Arnar Gunnlaugsson gerði eina skiptingu í hálfleik og setti inn á Viktor Örlyg Andrason fyrir Halldór Smára Sigurðsson. Víkingar fóru þar með úr fimm manna vörn yfir í fjögurra manna vörn. Það tók þó heimamenn aðeins sjö mínútur í seinni hálfleik að koma sér í tveggja marka forystu. Komst þá Soisalo, kantmaður Riga, upp að endamörkum og gaf fyrirgjöf meðfram grasinu á Marko Regza sem skoraði af stuttu færi. Ekki bætti úr skák fyrir Víkinga að Marko Regza lenti á Ingvari Jónssyni, markverði Víkinga, sem í kjölfarið fór meiddur af velli. Eftir markið fór allur vindur úr leiknum. Heimamenn sáttir með stöðuna og leyfðu Víkingum að dútla með boltann á miðjum vellinum. Leikurinn fjaraði í raun og veru algjörlega út eftir síðara mark heimamanna og synd að Víkingar höfðu ekki kraft í að herja almennilega að marki Riga. Lokatölur, líkt og fyrr segir, 2-0. Af hverju vann Riga FC? Hreinlega fleiri betri fótboltamenn í liði heimamanna sem eru vanir að stjórna leikjum. Mjög taktískt vel spilaður leikur hjá leikmönnum Riga FC sem litu aldrei út fyrir að vera fara tapa þessum leik. Hverjir stóðu upp úr? Kantmenn Riga FC, Douglass og Soisalo, voru mjög góðir í leiknum og sköpuðu urmul færa sem á endanum skilaði öðrum þeirra marki og hinum stoðsendingu. Erfitt að velja leikmann sem stóð upp úr í afskaplega flötu liði Víkinga. Ingvar Jónsson, markvörður, átti nokkrar fínar vörslur en gat lítið gert í mörkum heimamanna. Hvað gekk illa? Uppspil Víkinga í fyrri hálfleik var slakt, mögulega vegna fimm manna varnarinnar sem Arnar Gunnlaugsson stillti upp í upphafi leiks. Það hreinlega vantaði betri tengingu úr vörninni upp á miðjuna og reyndi Arnar að bregðast við því með skiptingu í hálfleik. Einnig fannst mér dapurt að Víkingar hafi ekki náð að blása til meiri sóknar á lokakafla leiksins til að fá mögulega betri stöðu inn í seinni leikinn. Víkingarnir voru þó hreinlega búnir á því enda andstæðingurinn sterkur. Hvað gerist næst? Liðin mætast í síðari viðureign liðanna eftir viku á Víkingsvelli klukkan 18:45 þar sem mun endanlega koma í ljós hvort liðið fer áfram. Víkingur er þó í brekku.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti