Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2023 11:01 Pavel Ermolinskij lifir sig inn í leikinn í úrslitakeppninni í vor. Hann var sá fyrsti til að gera Tindastól að meisturum og verður sá fyrsti til að stýra Stólunum í Evrópukeppni. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Tindastóll hefur skráð sig í FIBA Europe Cup á komandi tímabili en það er næststærst Evrópukeppnin sem FIBA heldur úti, á eftir FIBA Champions League. Þórsarar úr Þorlákshöfn tóku þátt í sömu keppni í fyrra en duttu út eftir undankeppni sem fór fram í Kósóvó. „Þetta er mjög spennandi fyrst og fremst og mér sjálfum finnst þetta sérstakt. Ég hef saknað þess að íslensku liðin séu reglulega að taka þátt í þessu. Mér finnst að það ætti að vera þannig þegar liðin fá tækifæri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Mér finnst frábært að þegar Tindastóll fær loksins tækifæri til að vera með þá grípa þeir það. Við verum bara mjög spenntir fyrir þessu,“ sagði Pavel. Var Pavel að pressa á að Tindastóll færi í Evrópukeppni þegar hann var í samningaviðræðum um að halda áfram þjálfun liðsins? „Nei, alls ekki. Ég vildi gera þetta eins og allir. Þetta er smá fjárhagslegur pakki og smá skuldbinding. Það er ástæðan fyrir því að það fara ekki allir í þetta. Ég var alls ekki að pressa á neinn að taka þátt í þessu,“ sagði Pavel. „Mínir menn fyrir norðan gera hlutina bara vel, ákváðu bara að fara í þetta mál, tækla það og leysa. Þetta er bara mjög ánægjulegur endir,“ sagði Pavel. Eru Stólarnir búnir að setja sér markmið. „Alls ekki. Bara að fara út, taka þátt og gera sitt besta. Það sem er smá vandamál í þessu er að íslensk félög hafa ekki verið mjög dugleg að taka þátt í þessu og það er því erfitt að átta sig í hvað við erum að fara út í. Það er erfitt að bera þetta saman við fortíðina,“ sagði Pavel. „Það er löng leið inn í einhverja riðla og eitthvað slíkt. Þetta er meira en að fara og hafa gaman en þetta er heldur engin pressa núna að þurfa að verða Evrópu- og heimsmeistarar,“ sagði Pavel léttur að vanda.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira