Juventus samþykkir árs bann frá Evrópukeppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Juventus mun að öllum líkindum ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári. Vísir/Getty Juventus og Knattspyrnusamband Evrópu UEFA eru við það að ná samkomulagi um refsingu ítalska félagsins vegna brota þess á fjárhagsreglum sambandsins. Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira