„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2023 22:31 Óskar Hrafn mátti vera ánægður með sannfærandi sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira