Skiptastjóri skoði að rifta samningi Helga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 07:36 Helgi Magnússon var stjórnarformaður Torgs. Vísir/Vilhelm Skiptastjóri þrotabús Torgs, sem gaf út Fréttablaðið, er með það til skoðunar hvort ástæða sé til að rifta samningi félagsins við félag Helga Magnússonar, þegar dv.is og aðrar eignir Torgs voru keyptar af félagi í hans eigu. Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða. Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta fullyrðir Morgunblaðið í frétt sinni í kjölfar skiptafunds en eftir birtingu hennar gerði Helgi alvarlegar athugasemdir við þessa fullyrðingu og sagði ekkert hafa komið fram á skiptafundinum í gær um að til greina kæmi að rifta umræduum kaupum frá árinu 2021. Riftunarfrestir eru í flestum tilvikum að hámarki tvö ár en rétt rúm tvö ár liðu frá því Hofgarðar ehf. keyptu dv.is og önnur vörumerki af Torgi áður en Torg hætti starfsemi og óskaði eftir gjaldþrotaskiptum. Helgi Magnússon, eigandi Torgs, átti stærstu almennu kröfuna í þrotabúið, sem nam tæplega milljarði króna. Heildarkröfur í þrotabúið námu um 1,5 milljarði. Í frétt Morgunblaðsins segir að eignir félagsins dugi ekki fyrir samþykktum kröfum skiptastjóra í félagið. Samþykktar kröfur nemi um 235 milljónum króna en eignir Torgs nemi einungis um 100 milljónum. Stór hluti þessara krafna eru launakröfur fyrrverandi starfsmanna Fréttablaðsins og Hringbrautar sem mun þá einungis fá hluta launa sinna greiddan. Launakröfurnar eru forgangskröfur í búið. Ekkert nema forgangskröfur Meðal samþykktra krafna er krafa Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tók ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Fjallað var um kröfuskrá þrotabúsins um helgina. Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar svara Helga Magnússonar, eiganda Hofgarða.
Fjölmiðlar Endalok Fréttablaðsins Gjaldþrot Tengdar fréttir Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08 Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fréttirnar séu „mestmegnis slúður og hrein ósannindi“ Helgi Magnússon, stjórnarformaður Hofgarða og stærsti kröfuhafinn í þrotabú Torgs sem gaf meðal annars út Fréttablaðið, gerir alvarlegar athugasemdir við frétt Mbl.is um skipti í þrotabúinu og segir hana í stórum dráttum ranga og villandi. 6. júlí 2023 15:08
Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. 2. júlí 2023 14:16