„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2023 07:00 Tónlistarmaðurinn Birgir Hákon ræddi við blaðamann um tónlistina og tilveruna. Vísir/Vilhelm „Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna. Tjáningarmáti sem hefur alltaf heillað Birgir Hákon er alinn upp í Efra-Breiðholti og hefur upplifað ýmislegt á sinni lífsleið en tónlistin hefur nýst honum sem öflugt tjáningarform. Hann byrjaði að vinna að tónlist árið 2017 og hefur verið allsgáður í fimm ár í haust. „Ég byrjaði að gera tónlist árið 2017. Þá vorum við Birnir alltaf eitthvað að leika okkur við þetta og enduðum eftir eitthvað djamm í stúdíói þar sem ég tók upp mitt fyrsta lag. Það heitir Alveg sama en hefur aldrei komið út eða neitt þannig.“ Þarna kviknaði þó áhuginn hjá Birgi Hákoni, sem hefur þó elskað rappið frá barnæsku. „Maður er með svo góða sögu og með tónlistinni getur maður tjáð sig um hana og kastað ljósi á hluti sem ekki allir geta gert sko. Ég er svo búinn að elska rapp síðan ég fór fyrst inn á Youtube árið 2006 að hlusta á Akon og 50 Cent. Ég man að ég prentaði út mynd af 50 Cent og sagðist vilja fá klippingu eins og hann. Rakarinn snoðaði mig bara,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „En þessi tjáningarmáti hefur alltaf heillað mig.“ Tjáningarmáti tónlistarinnar hefur heillað Birgi Hákon frá barnæsku.Vísir/Vilhelm Ekki alltaf verið á réttum stað í lífinu Birgir Hákon hefur yfirvegað viðmót og er brosmildur í viðtalinu. Hann segist lýsa sjálfum sér sem hjálpsömum einstaklingi sem vill alltaf vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég hef alltaf verið mjög góður drengur þó að ég segi sjálfur frá. Ég hef alltaf viljað eiginlega öllum vel, þó að maður hafi ekki alltaf verið á þeim stað í lífinu að geta sýnt það. Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu.“ Birgir HákonVísir/Vilhelm List og hugrekki í berskjölduninni Hann segir tónlistina reynast sér vel fyrir andlega heilsu. „Það er klárlega auðveldara að tjá sig með tónlistinni og segja hluti sem maður myndi ekki segja. Þú getur sett það allt yfir í tónlistina. En mér finnst það líka alveg erfitt þótt það sé í tónlist. Þegar maður er að opna sig og opinbera part af sér. Það er svo mikil list í því líka að vera berskjaldaður. Það tekur mjög mikið hugrekki líka, maður er aldrei jafn óttasleginn og þegar maður er að opna á alvöru sig. Það er miklu auðveldara að vera bara með grjóthart rapp, þess vegna eru ekki allir að gera þetta.“ Birgir Hákon segir að það krefjist hugrekkis að tjá sig með tónlistinni.Vísir/Vilhelm Birgir Hákon segist finna fyrir auknu hugrekki með hverjum deginum og hann eigi auðveldara með að takast á við það sem á vegi hans verður. Þar að auki krefjist edrúmennskan hugrekkis. „Þetta snýst um að kjósa það sem er best fyrir sjálfan sig þó að mann langi kannski stundum að gera eitthvað annað. Það er sjálfsagi að einhverju leyti en svo er þetta líka að elska sjálfan sig og virða sjálfan sig.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Starmýri með Birgi Hákoni: Áfallavinna og sjálfsást Aðspurður hvort hann elski sjálfan sig í dag svarar Birgir Hákon: „Ég hef náð að elska sjálfan mig en svo hef ég líka dottið úr þeirri tengingu. Það er einhvern veginn bara lífið held ég og þú ert aldrei fullkominn þar. Ég er búinn að fara í gegnum mikla áfallavinnu og þar erum við svolítið að fókusa á að ég verði til staðar fyrir mig og að mér þyki vænt um mig. Mér líður aldrei jafn vel og þegar að ég næ því almennilega. Þá er ég líka miklu meira til staðar fyrir fjölskylduna mína og vini mína og auðvitað fyrir sjálfan mig.“ Hann segist alltaf frekar viljað huga að fólkinu í kringum sig. „Ég á miklu auðveldara með að fókusera til dæmis á einhvern vin minn sem allt er í rugli hjá og fara að reyna að laga það. Í staðinn fyrir að einblína á eitthvað sem ég þarf að fara að laga hjá mér, að þykja vænt um það og reyna að laga það þá vil ég alltaf miklu frekar vera til staðar fyrir fjölskylduna mína og nánustu vini. Því mér finnst svo gott að hjálpa öðrum en maður verður samt að passa að hjálpa sjálfum sér líka því annars er þetta bara einhver flótti. Mér líður almennt frekar vel í dag. Þetta er náttúrulega smá svona línurit sem getur farið langt upp og langt niður en svona yfir heildina þá er þetta búið að vera miklu meira upp,“ segir hann og brosir. Lífið er á uppleið hjá Birgi Hákoni.Vísir/Vilhelm Pressan getur verið kvíðavaldandi Birgir Hákon segist hafa verið rólegur í tónlistinni síðastliðin ár. Hann gaf þó út lagið Sjáðu mig nú með Herra Hnetusmjöri síðasta sumar og nokkur lög síðustu þrjú ár, þar á meðal lagið Haltu kjafti með tónlistarmanninum M Can. „Ég er bara búinn að vera aðeins að lifa lífinu, ferðast aðeins eftir Covid og reyna að vera ekki að stressa mig neitt þegar að það kemur að tónlistinni. Það er alltaf verið að spyrja mig bara: Hvað ertu ekki að fara að gefa neitt út eða gera eitthvað? Ég finn alveg smá pressu og jú ég fæ alveg stundum kvíða yfir þessu en svo hugsa ég bara þetta gerist þegar það gerist. Ég vil ekki vera að vera ekkert að ýta á eftir neinu sem þarf ekki að vera að ýta eftir.“ Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Húðinni með Birgi Hákoni: Mikilvægt að vera ekki vondur við sjálfan sig Í dag elskar Birgir Hákon að halda sér í góðri rútínu og stunda líkamsrækt. „Svo elska ég sólina og að ferðast, tónlistina, að spila og svo að græða pening. Það er ógeðslega gaman sko,“ segir hann brosandi og bætir við: „Mínir nánustu hvetja mig áfram og líka ég sjálfur. Ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér á hverjum degi. Stundum er svo besta útgáfan þann daginn ekkert í frábæru standi og maður þarf að passa sig að dæma sig ekki of hart fyrir það. Ég hef gert það oft ef ég á slæman dag og þá er kannski vikan eða jafnvel mánuðurinn ónýtur. Þannig að það er líka mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi og finna milliveginn, það skiptir máli. Ef maður er til dæmis sofandi fram eftir, þá þarf maður að segja hey rífðu þig í gang, án þess að vera vondur við sjálfan sig.“ Lærði margt með edrúmennskunni Aðspurður hvað hann geri þegar hann þarf að koma sér í gang og halda sér í jafnvægi svarar Birgir Hákon: „Ég held að það sé aðallega að hringja í einhvern sem veit hvernig mér líður, sem eru oftast vinir mínir. Þetta er eitthvað sem ég lærði eftir að ég varð edrú. Áður en ég varð edrú dílaði ég bara ekki við neitt, setti það bara til hliðar og svo hefur það áhrif á mann hundrað sinnum lengur. En það að hringja og segja bara heyrðu þetta er í gangi og mér líður svona getur gert svo mikið. Maður heldur alltaf að þetta sé bara að gerast fyrir mann sjálfan en svo segir einhver kannski já ég lenti í þessu í fyrradag. Að tala við einhvern þegar það er eitthvað, ég held að það gefi mér mest. Að fá ráðleggingar hjá fólki sem maður treystir og muna að maður er ekki einn.“ View this post on Instagram A post shared by Birgir Hákon (@birgirhakon) Fjárhagslegt öryggi markmiðið Framtíðarplön Birgis Hákonar eru ekki afmörkuð eða föst og hann nýtur þess að vera hér og nú. „Mig langar samt náttúrulega að stofna fjölskyldu og stofna fyrirtæki þar sem ég get unnið fyrir sjálfan mig, Það er svona smá draumur hjá mér. Og einhvern veginn fá eitthvað öryggi, kaupa eign og vera með eitthvað sem er þitt. Ég var oft heimilislaus þegar ég var yngri, alltaf einhvern veginn að missa íbúðina eða lenda í útburði eða eitthvað þannig. Þannig að bara einmitt það að lifa við fjárhagslegt öryggi og vera með húsnæði, ég þarf ekki mikið meira. Þó að það sé náttúrulega hægt að byggja endalaust ofan á það.“ Ný tónlist á hans forsendum Það sem er á döfinni hjá honum er meðal annars ný tónlist á hans forsendum. „Ég er búinn að rífa mig í gang í stúdíóinu og er að fara að gera myndband með nokkrum vel völdum sem kemur vonandi út núna á næstunni með glænýju lagi. Í kjölfarið ætla ég að gefa út smáskífu og ég ætla að fara að gefa út efni af einhverju viti. Það er á plani núna, ég finn að það er kominn tími á það og mig langar að gera það þannig að ég ætla að kýla á það. Ég er aðeins byrjaður að vinna í plötu og get vonandi gefið hana út á næsta ári.“ Birgir Hákon er byrjaður að vinna að nýrri tónlist.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin mótandi Að lokum spyr blaðamaður hvað hann haldi að hafi mótað sig mest að þeim manni sem hann er í dag. „Öll áföllin og allar erfiðu lífsreynslurnar hafa örugglega mótað mig heilmikið, allt svona sem er fáránlega erfitt hefur þroskað mig mest. Líka bara núna þegar maður er búinn að þroskast þá sé ég að ég ræð hvað ég geri. Ég get verið að gera eitthvað slæmt en ég ákveð að gera það ekki. Valið er mitt. Það er ábyrgð í því sem mótar mann heilmikið. Líka að sjá og upplifa hvað lífið er ótrúlega stutt. Það fær mann til að vilja gera það mesta úr hverju augnabliki.“ Hann segist þó upplifa að það geti verið erfitt að staldra við og vera stoltur af sér. „Það er örugglega eitthvað sem ég þarf að vera duglegri að gera. Að líta líka til baka og sjá hvaðan maður er að koma,“ segir Birgir Hákon yfirvegaður og brosandi að lokum. Hér má hlusta á tónlist Birgis Hákonar á streymisveitunni Spotify. Tónlist Geðheilbrigði Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tjáningarmáti sem hefur alltaf heillað Birgir Hákon er alinn upp í Efra-Breiðholti og hefur upplifað ýmislegt á sinni lífsleið en tónlistin hefur nýst honum sem öflugt tjáningarform. Hann byrjaði að vinna að tónlist árið 2017 og hefur verið allsgáður í fimm ár í haust. „Ég byrjaði að gera tónlist árið 2017. Þá vorum við Birnir alltaf eitthvað að leika okkur við þetta og enduðum eftir eitthvað djamm í stúdíói þar sem ég tók upp mitt fyrsta lag. Það heitir Alveg sama en hefur aldrei komið út eða neitt þannig.“ Þarna kviknaði þó áhuginn hjá Birgi Hákoni, sem hefur þó elskað rappið frá barnæsku. „Maður er með svo góða sögu og með tónlistinni getur maður tjáð sig um hana og kastað ljósi á hluti sem ekki allir geta gert sko. Ég er svo búinn að elska rapp síðan ég fór fyrst inn á Youtube árið 2006 að hlusta á Akon og 50 Cent. Ég man að ég prentaði út mynd af 50 Cent og sagðist vilja fá klippingu eins og hann. Rakarinn snoðaði mig bara,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „En þessi tjáningarmáti hefur alltaf heillað mig.“ Tjáningarmáti tónlistarinnar hefur heillað Birgi Hákon frá barnæsku.Vísir/Vilhelm Ekki alltaf verið á réttum stað í lífinu Birgir Hákon hefur yfirvegað viðmót og er brosmildur í viðtalinu. Hann segist lýsa sjálfum sér sem hjálpsömum einstaklingi sem vill alltaf vera til staðar fyrir fólkið sitt. „Ég hef alltaf verið mjög góður drengur þó að ég segi sjálfur frá. Ég hef alltaf viljað eiginlega öllum vel, þó að maður hafi ekki alltaf verið á þeim stað í lífinu að geta sýnt það. Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu.“ Birgir HákonVísir/Vilhelm List og hugrekki í berskjölduninni Hann segir tónlistina reynast sér vel fyrir andlega heilsu. „Það er klárlega auðveldara að tjá sig með tónlistinni og segja hluti sem maður myndi ekki segja. Þú getur sett það allt yfir í tónlistina. En mér finnst það líka alveg erfitt þótt það sé í tónlist. Þegar maður er að opna sig og opinbera part af sér. Það er svo mikil list í því líka að vera berskjaldaður. Það tekur mjög mikið hugrekki líka, maður er aldrei jafn óttasleginn og þegar maður er að opna á alvöru sig. Það er miklu auðveldara að vera bara með grjóthart rapp, þess vegna eru ekki allir að gera þetta.“ Birgir Hákon segir að það krefjist hugrekkis að tjá sig með tónlistinni.Vísir/Vilhelm Birgir Hákon segist finna fyrir auknu hugrekki með hverjum deginum og hann eigi auðveldara með að takast á við það sem á vegi hans verður. Þar að auki krefjist edrúmennskan hugrekkis. „Þetta snýst um að kjósa það sem er best fyrir sjálfan sig þó að mann langi kannski stundum að gera eitthvað annað. Það er sjálfsagi að einhverju leyti en svo er þetta líka að elska sjálfan sig og virða sjálfan sig.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Starmýri með Birgi Hákoni: Áfallavinna og sjálfsást Aðspurður hvort hann elski sjálfan sig í dag svarar Birgir Hákon: „Ég hef náð að elska sjálfan mig en svo hef ég líka dottið úr þeirri tengingu. Það er einhvern veginn bara lífið held ég og þú ert aldrei fullkominn þar. Ég er búinn að fara í gegnum mikla áfallavinnu og þar erum við svolítið að fókusa á að ég verði til staðar fyrir mig og að mér þyki vænt um mig. Mér líður aldrei jafn vel og þegar að ég næ því almennilega. Þá er ég líka miklu meira til staðar fyrir fjölskylduna mína og vini mína og auðvitað fyrir sjálfan mig.“ Hann segist alltaf frekar viljað huga að fólkinu í kringum sig. „Ég á miklu auðveldara með að fókusera til dæmis á einhvern vin minn sem allt er í rugli hjá og fara að reyna að laga það. Í staðinn fyrir að einblína á eitthvað sem ég þarf að fara að laga hjá mér, að þykja vænt um það og reyna að laga það þá vil ég alltaf miklu frekar vera til staðar fyrir fjölskylduna mína og nánustu vini. Því mér finnst svo gott að hjálpa öðrum en maður verður samt að passa að hjálpa sjálfum sér líka því annars er þetta bara einhver flótti. Mér líður almennt frekar vel í dag. Þetta er náttúrulega smá svona línurit sem getur farið langt upp og langt niður en svona yfir heildina þá er þetta búið að vera miklu meira upp,“ segir hann og brosir. Lífið er á uppleið hjá Birgi Hákoni.Vísir/Vilhelm Pressan getur verið kvíðavaldandi Birgir Hákon segist hafa verið rólegur í tónlistinni síðastliðin ár. Hann gaf þó út lagið Sjáðu mig nú með Herra Hnetusmjöri síðasta sumar og nokkur lög síðustu þrjú ár, þar á meðal lagið Haltu kjafti með tónlistarmanninum M Can. „Ég er bara búinn að vera aðeins að lifa lífinu, ferðast aðeins eftir Covid og reyna að vera ekki að stressa mig neitt þegar að það kemur að tónlistinni. Það er alltaf verið að spyrja mig bara: Hvað ertu ekki að fara að gefa neitt út eða gera eitthvað? Ég finn alveg smá pressu og jú ég fæ alveg stundum kvíða yfir þessu en svo hugsa ég bara þetta gerist þegar það gerist. Ég vil ekki vera að vera ekkert að ýta á eftir neinu sem þarf ekki að vera að ýta eftir.“ Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Húðinni með Birgi Hákoni: Mikilvægt að vera ekki vondur við sjálfan sig Í dag elskar Birgir Hákon að halda sér í góðri rútínu og stunda líkamsrækt. „Svo elska ég sólina og að ferðast, tónlistina, að spila og svo að græða pening. Það er ógeðslega gaman sko,“ segir hann brosandi og bætir við: „Mínir nánustu hvetja mig áfram og líka ég sjálfur. Ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér á hverjum degi. Stundum er svo besta útgáfan þann daginn ekkert í frábæru standi og maður þarf að passa sig að dæma sig ekki of hart fyrir það. Ég hef gert það oft ef ég á slæman dag og þá er kannski vikan eða jafnvel mánuðurinn ónýtur. Þannig að það er líka mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi og finna milliveginn, það skiptir máli. Ef maður er til dæmis sofandi fram eftir, þá þarf maður að segja hey rífðu þig í gang, án þess að vera vondur við sjálfan sig.“ Lærði margt með edrúmennskunni Aðspurður hvað hann geri þegar hann þarf að koma sér í gang og halda sér í jafnvægi svarar Birgir Hákon: „Ég held að það sé aðallega að hringja í einhvern sem veit hvernig mér líður, sem eru oftast vinir mínir. Þetta er eitthvað sem ég lærði eftir að ég varð edrú. Áður en ég varð edrú dílaði ég bara ekki við neitt, setti það bara til hliðar og svo hefur það áhrif á mann hundrað sinnum lengur. En það að hringja og segja bara heyrðu þetta er í gangi og mér líður svona getur gert svo mikið. Maður heldur alltaf að þetta sé bara að gerast fyrir mann sjálfan en svo segir einhver kannski já ég lenti í þessu í fyrradag. Að tala við einhvern þegar það er eitthvað, ég held að það gefi mér mest. Að fá ráðleggingar hjá fólki sem maður treystir og muna að maður er ekki einn.“ View this post on Instagram A post shared by Birgir Hákon (@birgirhakon) Fjárhagslegt öryggi markmiðið Framtíðarplön Birgis Hákonar eru ekki afmörkuð eða föst og hann nýtur þess að vera hér og nú. „Mig langar samt náttúrulega að stofna fjölskyldu og stofna fyrirtæki þar sem ég get unnið fyrir sjálfan mig, Það er svona smá draumur hjá mér. Og einhvern veginn fá eitthvað öryggi, kaupa eign og vera með eitthvað sem er þitt. Ég var oft heimilislaus þegar ég var yngri, alltaf einhvern veginn að missa íbúðina eða lenda í útburði eða eitthvað þannig. Þannig að bara einmitt það að lifa við fjárhagslegt öryggi og vera með húsnæði, ég þarf ekki mikið meira. Þó að það sé náttúrulega hægt að byggja endalaust ofan á það.“ Ný tónlist á hans forsendum Það sem er á döfinni hjá honum er meðal annars ný tónlist á hans forsendum. „Ég er búinn að rífa mig í gang í stúdíóinu og er að fara að gera myndband með nokkrum vel völdum sem kemur vonandi út núna á næstunni með glænýju lagi. Í kjölfarið ætla ég að gefa út smáskífu og ég ætla að fara að gefa út efni af einhverju viti. Það er á plani núna, ég finn að það er kominn tími á það og mig langar að gera það þannig að ég ætla að kýla á það. Ég er aðeins byrjaður að vinna í plötu og get vonandi gefið hana út á næsta ári.“ Birgir Hákon er byrjaður að vinna að nýrri tónlist.Vísir/Vilhelm Ábyrgðin mótandi Að lokum spyr blaðamaður hvað hann haldi að hafi mótað sig mest að þeim manni sem hann er í dag. „Öll áföllin og allar erfiðu lífsreynslurnar hafa örugglega mótað mig heilmikið, allt svona sem er fáránlega erfitt hefur þroskað mig mest. Líka bara núna þegar maður er búinn að þroskast þá sé ég að ég ræð hvað ég geri. Ég get verið að gera eitthvað slæmt en ég ákveð að gera það ekki. Valið er mitt. Það er ábyrgð í því sem mótar mann heilmikið. Líka að sjá og upplifa hvað lífið er ótrúlega stutt. Það fær mann til að vilja gera það mesta úr hverju augnabliki.“ Hann segist þó upplifa að það geti verið erfitt að staldra við og vera stoltur af sér. „Það er örugglega eitthvað sem ég þarf að vera duglegri að gera. Að líta líka til baka og sjá hvaðan maður er að koma,“ segir Birgir Hákon yfirvegaður og brosandi að lokum. Hér má hlusta á tónlist Birgis Hákonar á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Geðheilbrigði Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira