Besti körfuboltamaður Svía biður sænsku þjóðina afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 08:31 Jonas Jerebko í leik með Khimki frá Moskvu í Euroleague árið 2020. Getty/Noelia Deniz Jonas Jerebko samdi við rússneskt körfuboltafélag í miðju Úkraínustríði og fékk vægast sagt slæm viðbrögð í heimalandi sínu. Hann sér nú eftir öllu saman. Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Svíþjóð Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Jerebko samdi við CSKA Moskvu í mars 2022 en var útskúfaður í Svíþjóð og meðal annars hent út úr sænska landsliðinu þrátt fyrir að vera besti leikmaður liðsins. Það hefur ekkert heyrst í Jerebko í heilt ár og hann hefur ekki fundið sér nýtt lið. Hann ákvað hins vegar að veita sitt fyrsta viðtal og segja sína hlið á málinu. Jonas Jerebko ber om ursäkt efter Rysslandsflytten: Det blev fel https://t.co/KRi1DMFZTm— SportExpressen (@SportExpressen) July 3, 2023 „Ég vil segja eitt: Fyrirgefið mér. Ég tók ranga ákvörðun en ég get ekki kennt neinum öðrum um það nema mér sjálfum,“ sagði Jonas Jerebko við TT Nyhetsbyrån í Svíþjóð. „Ég þarf að biðja sænsku þjóðina afsökunar. Ég tók kolranga ákvörðun en ég var bara að hugsa um körfuboltahliðina og ekkert annað. Það kom illa út. Ég hef mátt þola afleiðingar af því og vil núna koma fram og tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég er í raun stressaður að tala um þetta,“ sagði Jerebko. „Ég hafði efasemdir í byrjun. Ég hafi aftur á móti ekki spilað körfubolta í eitt og hálft ár. Ég vildi bara fá að spila körfubolta. Núna sé ég hvað þetta var rangt hjá mér. Ég hefði aldrei gert þetta aftur og sé eftir því,“ sagði Jerebko. „Ég vildi koma mér í spilaform og var ekkert að hugsa um pólitísku hliðina. Ég vildi komast aftur í NBA-deildina og þetta var eini möguleikinn minn til að ná því. Ef ég fengi að taka þessa ákvörðun aftur þá hefði ég ekki samið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ sagði Jerebko. Jonas Jerebko er 36 ára gamall og besti körfuboltamaður Svía fyrr og síðar. Hann hefur leikið yfir sex hundruð leiki í NBA og með liðum eins og Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Golden State Warriors. Hann skoraði 6,2 stig og tók 4,0 fráköst á 17,8 mínútum leik á NBA ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Svíþjóð Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira