„Það er búið að umbylta klúbbnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 19:00 Aron Elís Þrándarson er mættur í Bestu deildina, enn í landsliðsklassa og aðeins 28 ára gamall. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég hef verið spurður í hvert sinn sem ég kem í Víkina hvenær ég komi eiginlega heim. Það er alveg skemmtilegt að fólk sýni svona tilhlökkun í að maður komi til baka,“ segir Aron Elís Þrándarson sem ákveðið hefur að snúa heim úr atvinnumennsku og spila með Víkingi á nýjan leik. Aron Elís, sem á að baki 17 A-landsleiki, er enn aðeins 28 ára gamall en ákvað að koma heim til Íslands og taka þátt í þeim spennandi hlutum sem eru í gangi í Víkinni. Hann segist sjálfur hafa breyst mikið, og uppeldisfélag sitt hafa gjörbreyst, frá því að hann kvaddi Ísland eftir tímabilið 2014 og hóf atvinnumannaferil sinn hjá Aalesund í Noregi. Þaðan fór hann til OB í Danmörku þar sem hann lék í þrjú og hálft ár. „Ég er mjög spenntur. Ég er búinn að liggja yfir því með fjölskyldunni hvað við vildum gera og á endanum komumst við að því að okkur litist best á þetta. Það voru einhverjir möguleikar á að vera áfram erlendis en þetta heillaði mest fannst mér,“ segir Aron en er hann ekki fullungur til að kveðja atvinnumennskuna strax? Vildi frekar koma heim í betra ástandi „Einhverjir gætu sagt það. En fyrir mér þá var ég búinn að ákveða að ef ég yrði úti þá þyrfti það að vera eitthvað virkilega spennandi, sem ég hefði alvöru „drive“ fyrir. Mér fannst ég ekki finna það úti, þó að það væru einhverjir möguleikar. Ég vildi ekki vera áfram úti bara til þess að vera úti. Frekar vildi ég koma heim í aðeins betra líkamlegu ástandi, og kýla á þetta með Víkingum sem eru auðvitað í mjög góðri stöðu í deild og bikar, og í Evrópukeppni. Það er mjög spennandi.“ Aron segir sitt hlutverk hjá Víkingi vera að viðhalda frábærum árangri síðustu ára og fyrir því sé hann spenntur. Samningur hans við félagið er til fjögurra ára svo að því fer fjarri að tjaldað sé til einnar nætur. „Þvílíkt hrós á alla í kringum klúbbinn“ Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, svo útlitið er gott hjá þeim, eftir þrjá bikarmeistaratitla og langþráðan Íslandsmeistaratitil á síðustu fjórum árum. Mun betra en Aron óraði fyrir þegar hann flutti tvítugur af landi brott. „Klárt mál. Þvílíkt hrós á alla í kringum klúbbinn; stjórn, þjálfara og leikmenn. Það er búið að umbylta klúbbnum í raun og veru. Þó að við höfum komist í Evrópukeppni áður en ég fór út þá er staðan önnur núna og það sést hve mikil vinna hefur verið lögð í að koma félaginu þangað. Ég er gríðarlega stoltur af því sem Víkingur og þakklátur að vera kominn aftur. Það væri ekkert skemmtilegra en að byrja að lyfta bikurum með uppeldisklúbbnum. Það eru ekki margir leikmenn sem fá að gera það og nú er mitt að hjálpa liðinu að klára dæmið,“ segir Aron sem staddur er erlendis í fríi en væntanlegur til landsins. Einn dáðasti sonur Víkings 2013 bestur, efnilegastur og markahæstur 2014 Skærasta ungstirni efstu deildar Atvinnumaður í Noregi og Danmörku Leikmaður ársins hjá OB 2021 32 yngri landsleikir 17 A-landsleikir, eitt markAron Elís Þrándarson pic.twitter.com/LlGtg7OLZ6— Víkingur (@vikingurfc) June 27, 2023 Hans fyrsti leikur gæti orðið gegn KR í Bestu deildinni 23. júlí en Aron verður að öllum líkindum ekki gjaldgengur í leikjunum við Riga í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, 13. og 20. júlí, þar sem að félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 18. júlí. Aron getur þess þó að verið sé að skoða hvort einhver möguleiki sé til þess að spila Evrópuleikina. „Spilaði nánast ekki vörn áður en maður fór út“ Aron kvaddi deildina sem afar sóknarsinnaður, skemmtilegur og skapandi miðjumaður en hefur færst aftar á völlinn í atvinnumennskunni, frá því að viðtalið hér að neðan var tekið kveðjusumarið 2014. „Það er klárt mál að maður hefur breyst sem leikmaður. Maður spilaði nánast ekki vörn áður en maður fór út og þurfti svo að læra það alveg frá grunni. Það hefur gengið vel líka og ég er „box to box“-týpa núna, en hef líka spilað sem miðvörður og hægri bakvörður á fínu „leveli“. Ég get því leyst margar stöður en mín besta staða er sem „box to box“-miðjumaður,“ segir Aron sem eins og fyrr segir hefði vel getað haldið áfram í atvinnumennsku en vill þess í stað landa titlum með sínu uppeldisfélagi. „Ég ætla ekki að ljúga því að bestu lið Evrópu hafi verið á eftir mér en ég var með möguleika á fínu stigi á Norðurlöndum. En ég er búinn að vera úti í níu ár núna og vildi alveg ferska áskorun, sem ég myndi brenna fyrir. Það er auðvitað geggjað að minn uppeldisklúbbur sé í þessari stöðu, að geta verið að berjast um titla og reyna að komast lengra í Evrópukeppni, sem er auðvitað dýrmætt fyrir Íslands hönd. Þetta er spennandi og ég hlakka mikið til að byrja.“ Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Aron Elís, sem á að baki 17 A-landsleiki, er enn aðeins 28 ára gamall en ákvað að koma heim til Íslands og taka þátt í þeim spennandi hlutum sem eru í gangi í Víkinni. Hann segist sjálfur hafa breyst mikið, og uppeldisfélag sitt hafa gjörbreyst, frá því að hann kvaddi Ísland eftir tímabilið 2014 og hóf atvinnumannaferil sinn hjá Aalesund í Noregi. Þaðan fór hann til OB í Danmörku þar sem hann lék í þrjú og hálft ár. „Ég er mjög spenntur. Ég er búinn að liggja yfir því með fjölskyldunni hvað við vildum gera og á endanum komumst við að því að okkur litist best á þetta. Það voru einhverjir möguleikar á að vera áfram erlendis en þetta heillaði mest fannst mér,“ segir Aron en er hann ekki fullungur til að kveðja atvinnumennskuna strax? Vildi frekar koma heim í betra ástandi „Einhverjir gætu sagt það. En fyrir mér þá var ég búinn að ákveða að ef ég yrði úti þá þyrfti það að vera eitthvað virkilega spennandi, sem ég hefði alvöru „drive“ fyrir. Mér fannst ég ekki finna það úti, þó að það væru einhverjir möguleikar. Ég vildi ekki vera áfram úti bara til þess að vera úti. Frekar vildi ég koma heim í aðeins betra líkamlegu ástandi, og kýla á þetta með Víkingum sem eru auðvitað í mjög góðri stöðu í deild og bikar, og í Evrópukeppni. Það er mjög spennandi.“ Aron segir sitt hlutverk hjá Víkingi vera að viðhalda frábærum árangri síðustu ára og fyrir því sé hann spenntur. Samningur hans við félagið er til fjögurra ára svo að því fer fjarri að tjaldað sé til einnar nætur. „Þvílíkt hrós á alla í kringum klúbbinn“ Víkingar eru á toppi Bestu deildarinnar og mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, svo útlitið er gott hjá þeim, eftir þrjá bikarmeistaratitla og langþráðan Íslandsmeistaratitil á síðustu fjórum árum. Mun betra en Aron óraði fyrir þegar hann flutti tvítugur af landi brott. „Klárt mál. Þvílíkt hrós á alla í kringum klúbbinn; stjórn, þjálfara og leikmenn. Það er búið að umbylta klúbbnum í raun og veru. Þó að við höfum komist í Evrópukeppni áður en ég fór út þá er staðan önnur núna og það sést hve mikil vinna hefur verið lögð í að koma félaginu þangað. Ég er gríðarlega stoltur af því sem Víkingur og þakklátur að vera kominn aftur. Það væri ekkert skemmtilegra en að byrja að lyfta bikurum með uppeldisklúbbnum. Það eru ekki margir leikmenn sem fá að gera það og nú er mitt að hjálpa liðinu að klára dæmið,“ segir Aron sem staddur er erlendis í fríi en væntanlegur til landsins. Einn dáðasti sonur Víkings 2013 bestur, efnilegastur og markahæstur 2014 Skærasta ungstirni efstu deildar Atvinnumaður í Noregi og Danmörku Leikmaður ársins hjá OB 2021 32 yngri landsleikir 17 A-landsleikir, eitt markAron Elís Þrándarson pic.twitter.com/LlGtg7OLZ6— Víkingur (@vikingurfc) June 27, 2023 Hans fyrsti leikur gæti orðið gegn KR í Bestu deildinni 23. júlí en Aron verður að öllum líkindum ekki gjaldgengur í leikjunum við Riga í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, 13. og 20. júlí, þar sem að félagaskiptaglugginn opnast ekki fyrr en 18. júlí. Aron getur þess þó að verið sé að skoða hvort einhver möguleiki sé til þess að spila Evrópuleikina. „Spilaði nánast ekki vörn áður en maður fór út“ Aron kvaddi deildina sem afar sóknarsinnaður, skemmtilegur og skapandi miðjumaður en hefur færst aftar á völlinn í atvinnumennskunni, frá því að viðtalið hér að neðan var tekið kveðjusumarið 2014. „Það er klárt mál að maður hefur breyst sem leikmaður. Maður spilaði nánast ekki vörn áður en maður fór út og þurfti svo að læra það alveg frá grunni. Það hefur gengið vel líka og ég er „box to box“-týpa núna, en hef líka spilað sem miðvörður og hægri bakvörður á fínu „leveli“. Ég get því leyst margar stöður en mín besta staða er sem „box to box“-miðjumaður,“ segir Aron sem eins og fyrr segir hefði vel getað haldið áfram í atvinnumennsku en vill þess í stað landa titlum með sínu uppeldisfélagi. „Ég ætla ekki að ljúga því að bestu lið Evrópu hafi verið á eftir mér en ég var með möguleika á fínu stigi á Norðurlöndum. En ég er búinn að vera úti í níu ár núna og vildi alveg ferska áskorun, sem ég myndi brenna fyrir. Það er auðvitað geggjað að minn uppeldisklúbbur sé í þessari stöðu, að geta verið að berjast um titla og reyna að komast lengra í Evrópukeppni, sem er auðvitað dýrmætt fyrir Íslands hönd. Þetta er spennandi og ég hlakka mikið til að byrja.“
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira