Innlent

Hljóp inn í mat­höll með stungu­sár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkuð vel viðraði á gesti miðbæjarins í kvöld en þó ekki jafnvel og á þessari mynd sem tekin var við annað tækifæri.
Nokkuð vel viðraði á gesti miðbæjarins í kvöld en þó ekki jafnvel og á þessari mynd sem tekin var við annað tækifæri. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið.

„Löggan var bara komin eftir fjórar mínútur og sjúkrabíll með því,“ segir Þórður Axel Þórisson, rekstrarstjóri mathallarinnar, í samtali við fréttastofu. 

Að hans sögn átti árásin sér stað á Austurvelli eftir klukkan 23 í kvöld. Þaðan hafi maðurinn hlaupið yfir í mathöllina þar sem starfsfólk hlúði að honum þar til lögreglan og sjúkrabíll kom á svæðið.

Að sögn starfsmanns sem var á svæðinu hafi maðurinn með stungusárið verið með meðvitund og gengið sjálfur blóðugur út í sjúkrabílinn.

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar. 

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×