Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 13:59 Selfyssingar fögnuðu fyrra marki sínu gegn Stjörnunni vel. Stöð 2 Sport Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54