Sýna hvernig geimvera skaðar ónæmiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2023 12:24 Bandaríski geimfarinn Woody Hoburg í geimgöngu utan við Alþjóðlegu geimstöðina fyrr í þessum mánuði. Reikna má með að virkni hvítra blóðkorna hafi minnkað hjá honum eftir komuna þangað. NASA/Frank Rubio Virkni hvítra blóðfruma sem leika lykilhlutverk í ónæmiskerfi manna minnkaði í geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ný rannsókn sýnir í fyrsta skipti hvernig ónæmiskerfi manna veikist í þyngdarleysi í geimnum. Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum. Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Þekkt er að geimförum er hættara við ýmis konar sýkingum í leiðöngrum í geimnum en ekki hefur verið vitað hvernig ónæmiskerfið veikist. Sýnt hefur verið fram á að geimfarar eru meira smitandi í geimnum en á jörðu niðri og þá geti eldri sýkingar tekið sig upp aftur. Rannsókn sem var gerð á fjórtán geimförum sem dvöldu í allt frá fjórum og hálfum og upp í sex og hálfan mánuð í Alþjóðlegu geimstöðinni sýndi að svonefnd genatjáning hvítra blóðkorna minnkaði hratt þegar geimfararnir komu út í geim. Virkni blóðkornanna komst í samt horf um það bil mánuði eftir að geimfararnir sneru heim til jarðar, að því er segir í frétt Reuters. Hvít blóðkorn verða til í beinmerg og berast um blóð og vef í líkamanum. Þau mynda mótefni við veirum og bakteríum sem verða á vegi þeirra. Ákveðin gen stýra framleiðslu þeirra á mótefnunum. „Hvítu blóðkornin eru mjög viðkvæm fyrir umhverfinu í geimnum. Þau leggja sérhæft ónæmishlutverk sitt til hliðar og sinna viðhaldi á frumum. Fyrir þessa rannsókn vissum við um ónæmisskerðingu en ekki hvernig hún virkaði,“ segir Guy Trudel frá sjúkrahúsinu í Ottawa í Kanada og einn höfundar greinar um rannsóknina. Rekja frekar til dreifingar blóðs í þyngdarleysi en geislunar Tilgáta vísindamannanna er að hegðun blóðfrumanna breytist vegna þess að blóð safnast frekar upp í efri hluta líkama geimfaranna en neðri hlutanum í þyngdarleysi geimsins. Þeir telja ólíklegt að aukin sólargeislun í geimnum sé orsökin. Veiklað ónæmiskerfi eru ekki einu neikvæðu afleiðingarnar sem geimfarar þurfa að glíma við í lengri geimferðum. Bein og vöðvar þeirra rýrna í þyngdarleysi, breytingar verða á hjarta- og æðastarfsemi, jafnvægisskyn þeirra getur raskast og sjón breyst. Þá eru einnig taldar auknar líkur á krabbameini af völdum geislunar í geimnum.
Geimurinn Vísindi Alþjóðlega geimstöðin Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira