Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 23:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.” Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.”
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira