Vinsælasta tónlistarkona heims hætt að halda tónleika? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2023 16:00 Miley Cyrus í góðum félagsskap Lil Nas X og Elton John. Sá síðarnefndi er um þessar mundir að halda kveðjutónleika fyrir aðdáendur sína víða um heim og heldur t.a.m. ferna tónleika í París undir lok mánaðarins. Miley Cyrus kann að hafa haldið sína kveðjutónleika nú þegar. Emma McIntyre/Getty Images Vinsælasta tónlistarkona heims ætlar ekki að halda neina tónleika á næstu misserum og kannski aldrei framar. Æ fleiri tónlistarmenn aflýsa nú tónleikum sínum vegna þess hversu mikið álag það er á andlega heilsu þeirra. Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir. Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Flowers hefur verið streymt meira en 1.000 milljón sinnum Þó svo að árið sé ekki nema tæplega hálfnað er óhætt að slá því föstu að lag Miley Cyrus, Flowers, er og verður vinsælasta lag ársins. Lagið kom út 12. janúar, á fyrsta sólarhringnum var því streymt tæplega 8 milljón sinnum á Spotify og í byrjun maí fóru streymin yfir 1.000 milljónir. Ekkert lag hefur náð milljarði streyma á svo skömmum tíma. Hefur enga ánægju af því að koma fram á tónleikum Aðdáendur Miley Cyrus hafa beðið spenntir fréttum af því hvort hún ætli að halda í tónleikaferðalag til að kynna nýju plötuna, Endless Summer, en nú er ljóst að af því verður ekki. Söngkonan hefur tilkynnt að hún ætli ekki að halda eina einustu tónleika á næstunni og hefur jafnvel gefið í skyn að hún ætli sér ekki að halda tónleika framar. Hún segist ekki fá nokkra ánægju út úr því að syngja fyrir framan tugþúsundir tónleikagesta, það myndist engin tengsl, þetta sé óeðlilegt, óöruggt og það sé mjög erfitt að gleðja 100.000 manns í einu. Og að af öllu þessu fólki sé hún sú mest einmana þarna uppi á sviðinu. Fleiri tónlistarmenn aflýsa tónleikahaldi Miley Cyrus er ekki sú eina sem hefur gefist upp á tónleikahaldi, vegna þess hversu andlega krefjandi það er. Svipað hafa fjölmargar ungar stjörnur gert á síðustu misserum og þar með sett hælana í jörðina gagnvart ómanneskjulegum þrýstingi sem umboðsmenn þeirra og útgáfufyrirtæki beita þau. Kannski þau ættu að taka söngkonuna Kate Bush sér til fyrirmyndar, hún fór í tónleikaferðalag árið 1979. Síðan liðu 35 ár þar til hún fór næst í tónleikaferðalag, árið 2014. Þá má ekki gleyma því að Bítlarnir steinhættu að halda tónleika árið 1966, sögðust bara ekkert hafa gaman af því lengur. Þeir héldu eina tónleika eftir það, það var á þaki Apple Records í Lundúnum 30. janúar 1969. Síðan ekki söguna meir.
Tónlist Menning Hollywood Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira