Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2023 08:01 Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er til starfsstétt sem þið vafalaust hafið kynnst eða munið kynnast. Þetta er starfsstétt sem vinnur á meðan þið sofið, haldið jól, farið í frí og njótið samvista með fjölskyldu og vinum. Þetta er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins sem tekur virkan þátt í að halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Í þessarar fagstétt eru 97% konur og meðalaldur stéttarinnar er um 50 ár. Þetta eru sjúkraliðar! Hvar er kynbundið óréttlæti að finna? Í dag er kvenréttindadagurinn sem er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Margt hefur áunnist í gegnum árin sem bætt hefur stöðu kvenna hins vegar eigum við enn langt í land með að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Hér á jafnréttisparadísinni Íslandi er við lýði kynbundinn launamunur, kynskiptur vinnumarkaður, kynbundið ofbeldi, kynbundinn framgangsmáti á vinnustöðum, kynbundin skipting á hinni svokölluðu þriðju vakt og kynbundið ójafnræði þegar kemur að eignum og ráðstöfun fjármagns. Lítum aðeins nánar á þennan „kynskipta vinnumarkað“ sem er í reynd meginorsök kynbundins launamunar. Staðreyndin er sú að störf sem almennt eru unnin af konum eru minna metin í launum en hefðbundin karlastörf. Konur búa því enn við launamisrétti sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi. Aðgerðir skipta máli Þessu er hægt að breyta. Það sjáum við til dæmis þegar launamunur karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélögum er skoðaður. Þar er launamunurinn er töluvert minni en hjá þeim sem starfa hjá ríkinu eða á almennum vinnumarkaði. Þetta ræðst af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hjá sveitarfélögunum, sem nota hið svokallaða starfsmatskerfi við launamyndun starfsfólks. Starfsmat „metur ólík störf í mismunandi starfsstéttir út frá sömu viðmiðum og dregur þannig úr launamun vegna kynbundinna skiptingar vinnumarkaðarins.“ Aðgerðir skipta verulegu máli. Það er hægt að vinna á kyndbundnum launamun og það á að vera hægt að uppræta hann. Launamunurinn hverfur ekki af sjálfum sér, það þarf að grípa til aðgerða og breyta núverandi aðferðarfræði um launamyndun. Við getum ekki beðið eftir „viðhorfsbreytingunni“ eins og sumir telja nóg. Rannsóknir sýna að ein skilvirkasta leiðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í að meta störf að jöfnu, hvort heldur sem konur eða karlar sinna þeim. Lögin tala um jafnrétti. Stjórnarskráin talar einnig um jafnrétti. En samfélagið tryggir það ekki. Það er til staðar kerfisbundið vanmat á störfum kvenna. Fyrst kerfið er okkur óhagstætt þarf að breyta kerfinu. Það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir til að tryggja aðgerðir. Með aðgerðarleysi stjórnvalda styðja þau núverandi stöðu og snuða heilu fagstéttirnar, eins og okkur sjúkraliða, um fjármuni sem hlaupa á milljörðum, bara fyrir það eitt að vera konur. Gerum kvennakjarasamninga Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar