Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 10:48 Jack Teixeira, sem er 21 árs gamall, gæti verið dæmdur í sextíu ára fangelsi fyrir að leka leynilegum gögnum á netið. AP/Margaret Small Jack Teixeira hefur verið ákærður fyrir að leka leynilegum hernaðarupplýsingum á netið um langt skeið. Hann birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Teixeira, sem er 21 árs gamall, stendur frammi fyrir allt að sextíu ára langri fangelsisvist. Lekamaðurinn vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. „Að vita meira um hvað er að gerast en nánast allir aðrir er töff,“ skrifaði Teixeira eitt sinn á Discord, samkvæmt saksóknurum. Ítrekað ávíttur af yfirmönnum Í ákærunni segir að Teixeira hafi byrjað að leka upplýsingum í janúar 2022 og allt til apríl 2023 en þá höfðu myndirnar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Teixeira var ítrekað ávíttur af yfirmönnum sínum fyrir að fylgja ekki reglum um meðferð leynilegra upplýsinga. Hann var skammaður í september fyrir að skrifa niður leynilegar upplýsingar en um mánuði síðar var hann ávíttur aftur fyrir að hafa ekki hætt að skrifa niður leynilegar upplýsingar. Þá var honum skipað að hætta því og einbeita sér að starfi sínu. Í janúar sást hann svo skoða gögn sem hann átti ekki að vera að skoða og tengdust starfi hans ekki. Var hann einnig ávíttur þá. Enn er ekki opinbert hve mörgum myndum og hve mikið af leynilegum upplýsingum Teixeira deildi, samkvæmt frétt New York Times, en saksóknarar segja lekann mun umfangsmeiri en áður hafi komið fram. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir Marrick B. Garland, dómsmálaráðherra, að Teixeira hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með framferði sínu. Í ákærunni, sem sjá má hér, segir meðal annars að Teixeira hafi lekið upplýsingum um hreyfingar rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafi mögulega komið upp um leynilegar aðferðir Bandaríkjanna til að afla upplýsinga. Þá segir að hann hafi átt að vera meðvitaður um að hann gæti valdið Bandaríkjunum skaða með framferði sínu. Ekki uppljóstrari Einn meðlimur Discord-hópsins sagði blaðamönnum Washington Post að Teixeira hafði vitað að hann væri að birta leynileg gögn og að hann ætti ekki að sýna fólki þessar myndir. „Hann vissi auðvitað hvað hann var að gera þegar hann birti þessi skjöl,“ sagði vinurinn. Hann ítrekaði einnig að Teixeira hafi aldrei viljað að myndunum yrði dreift út fyrir hóp þeirra og að hann hafi ekki verið að reyna að varpa ljósi á einhvers konar óréttlæti. Þess í stað hefði Teixeira viljað sýna vinum sínum að hann vissi meira en þeir um hvað væri í gangi og hefði aðgang að leynilegum upplýsingum. „Ég myndi alls ekki kalla hann uppljóstrara.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Teixeira, sem er 21 árs gamall, stendur frammi fyrir allt að sextíu ára langri fangelsisvist. Lekamaðurinn vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. „Að vita meira um hvað er að gerast en nánast allir aðrir er töff,“ skrifaði Teixeira eitt sinn á Discord, samkvæmt saksóknurum. Ítrekað ávíttur af yfirmönnum Í ákærunni segir að Teixeira hafi byrjað að leka upplýsingum í janúar 2022 og allt til apríl 2023 en þá höfðu myndirnar verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Teixeira var ítrekað ávíttur af yfirmönnum sínum fyrir að fylgja ekki reglum um meðferð leynilegra upplýsinga. Hann var skammaður í september fyrir að skrifa niður leynilegar upplýsingar en um mánuði síðar var hann ávíttur aftur fyrir að hafa ekki hætt að skrifa niður leynilegar upplýsingar. Þá var honum skipað að hætta því og einbeita sér að starfi sínu. Í janúar sást hann svo skoða gögn sem hann átti ekki að vera að skoða og tengdust starfi hans ekki. Var hann einnig ávíttur þá. Enn er ekki opinbert hve mörgum myndum og hve mikið af leynilegum upplýsingum Teixeira deildi, samkvæmt frétt New York Times, en saksóknarar segja lekann mun umfangsmeiri en áður hafi komið fram. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir Marrick B. Garland, dómsmálaráðherra, að Teixeira hafi ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna með framferði sínu. Í ákærunni, sem sjá má hér, segir meðal annars að Teixeira hafi lekið upplýsingum um hreyfingar rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafi mögulega komið upp um leynilegar aðferðir Bandaríkjanna til að afla upplýsinga. Þá segir að hann hafi átt að vera meðvitaður um að hann gæti valdið Bandaríkjunum skaða með framferði sínu. Ekki uppljóstrari Einn meðlimur Discord-hópsins sagði blaðamönnum Washington Post að Teixeira hafði vitað að hann væri að birta leynileg gögn og að hann ætti ekki að sýna fólki þessar myndir. „Hann vissi auðvitað hvað hann var að gera þegar hann birti þessi skjöl,“ sagði vinurinn. Hann ítrekaði einnig að Teixeira hafi aldrei viljað að myndunum yrði dreift út fyrir hóp þeirra og að hann hafi ekki verið að reyna að varpa ljósi á einhvers konar óréttlæti. Þess í stað hefði Teixeira viljað sýna vinum sínum að hann vissi meira en þeir um hvað væri í gangi og hefði aðgang að leynilegum upplýsingum. „Ég myndi alls ekki kalla hann uppljóstrara.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45