„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júní 2023 11:10 Þrír létust í árásinni; 47 ára karlmaður og 17 ára piltur og stúlka. epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira