Mbappé mun ekki framlengja í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 21:15 Mbappé virðist hafa fengið nóg af því að spila í treyju París Saint-Germain. AP Photo/Thibault Camus Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar. Mbappé var orðaður við Real Madríd síðasta sumar og var félagið tilbúið að greiða gríðarlega háa upphæð fyrir leikmanninn þó samningur hans hefði átt að renna út nú í sumar. Á endanum ákvað Mbappé að skrifa undir nýjan samning í París en sá rennur út sumarið 2024. Möguleiki var á að framlengja samninginn um eitt ár en leikmaðurinn hefur ákveðið að nýta ekki þann valmöguleika og verður því samningslaus næsta sumar. Kylian Mbappé, the star forward, has told his French team PSG that he will not renew his contract next year. His decision could force the team to pursue a sale of his rights this summer. https://t.co/XSwVU2CByz— The New York Times (@nytimes) June 12, 2023 Hinn 24 ára Mbappé hefur nú staðfest að hann muni ekki framlengja núverandi samning sinn og getur því farið frítt frá PSG næsta sumar. Vilji félagið fá eitthvað fyrir stjörnuna sína verður það að selja hann í sumar. Sama hvað gerist má reikna með miklum breytingum hjá PSG á næstu mánuðum en Lionel Messi hefur þegar samið við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og þá er hinn brasilíski Neymar orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Mbappé gekk í raðir PSG fyrir tímabilið 2017/18. Alls hefur hann spilað 260 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, skorað 212 mörk og gefið 98 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 68 leiki fyrir Frakkland og skorað 38 mörk. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Mbappé var orðaður við Real Madríd síðasta sumar og var félagið tilbúið að greiða gríðarlega háa upphæð fyrir leikmanninn þó samningur hans hefði átt að renna út nú í sumar. Á endanum ákvað Mbappé að skrifa undir nýjan samning í París en sá rennur út sumarið 2024. Möguleiki var á að framlengja samninginn um eitt ár en leikmaðurinn hefur ákveðið að nýta ekki þann valmöguleika og verður því samningslaus næsta sumar. Kylian Mbappé, the star forward, has told his French team PSG that he will not renew his contract next year. His decision could force the team to pursue a sale of his rights this summer. https://t.co/XSwVU2CByz— The New York Times (@nytimes) June 12, 2023 Hinn 24 ára Mbappé hefur nú staðfest að hann muni ekki framlengja núverandi samning sinn og getur því farið frítt frá PSG næsta sumar. Vilji félagið fá eitthvað fyrir stjörnuna sína verður það að selja hann í sumar. Sama hvað gerist má reikna með miklum breytingum hjá PSG á næstu mánuðum en Lionel Messi hefur þegar samið við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og þá er hinn brasilíski Neymar orðaður við lið í Sádi-Arabíu. Mbappé gekk í raðir PSG fyrir tímabilið 2017/18. Alls hefur hann spilað 260 leiki í öllum keppnum fyrir félagið, skorað 212 mörk og gefið 98 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 68 leiki fyrir Frakkland og skorað 38 mörk.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira