Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 20:01 Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar. arnar halldórsson Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála. Í fréttum okkar í gær kom fram að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Verðbreytingar algengar Framkvæmdastjóri Krónunnar segist fagna gagnsæi en hafnar öllu tali um samráð. „Þvert á móti þá er þetta til marks um mjög mikla samkeppni á markaði. Það er mjög algengt að við séum að breyta verðum til að gera verið samkeppnishæf og við fylgjumst mjög vel með því sem er í gangi í kringum okkur og erum með virkt verðlagseftirlit þannig í rauninni er ekkert óeðlilegt við það að verðin séu að breytast,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðspurð hvort það teljist eðlilegt að verð sé oft nær nákvæmlega það sama í verslununum þremur, segir hún mikilvægt að hafa í huga að verðgáttin sýni einungis verð á tæplega áttatíu vörum sem sé eitt prósent af vöruúrvali Krónunnar. Hér má sjá hvernig verð jarðarberja breyttist sama dag og Verðgáttin fór í loftið.grafík/hjalti Sama dag og gáttin fór í loftið lækkaði Krónan verð á jarðarberjum á sama tíma og Nettó hækkaði sitt verð. Eftir breytinguna eru allar verslanir með nokkuð svipað verð á vörunni. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Samkaupa og rekstrarstjóra Nettó í dag án árangurs. Félagið sendi þó fréttatilkynningu þar sem fram kemur að markmið Nettó sé að bjóða samkeppnishæf verð sem þýði að verð taki stöðugt breytingum. Ákváðu að jafna verðin við Bónus Guðrún segir að unnið sé með vikuverð þegar kemur að ávöxtum og grænmeti og því ekki óeðlilegt að verðsveiflur séu á jarðarberjum. „Þannig það er ekkert óeðlilegt að stórar breytingar séu þar. Með þetta sérstaka tilfelli þá ákváðum við að jafna verðin við Bónus en ég get alveg sagt það að þetta verð endurspeglar ekki gæði vörunnar þannig mér finnst ólíklegt að við náum að halda því til lengri tíma en það er einfaldlega því varan er af þannig gæðum.“ Í skriflegu svari frá forstjóri Samkeppniseftirlitsins kemur fram að þó skynsamlegt sé að skapa neytendum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um innkaup þurfi að gæta vel að því að ekki sé verið að skapa keppinautum aukin tækifæri til að samhæfa hegðun sína með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu. Samkeppniseftirlitið muni fylgjast vel með framvindunni og meta hvort þörf sé til athugana. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Samkeppnismál Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslun Tengdar fréttir Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í fréttum okkar í gær kom fram að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Verðbreytingar algengar Framkvæmdastjóri Krónunnar segist fagna gagnsæi en hafnar öllu tali um samráð. „Þvert á móti þá er þetta til marks um mjög mikla samkeppni á markaði. Það er mjög algengt að við séum að breyta verðum til að gera verið samkeppnishæf og við fylgjumst mjög vel með því sem er í gangi í kringum okkur og erum með virkt verðlagseftirlit þannig í rauninni er ekkert óeðlilegt við það að verðin séu að breytast,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðspurð hvort það teljist eðlilegt að verð sé oft nær nákvæmlega það sama í verslununum þremur, segir hún mikilvægt að hafa í huga að verðgáttin sýni einungis verð á tæplega áttatíu vörum sem sé eitt prósent af vöruúrvali Krónunnar. Hér má sjá hvernig verð jarðarberja breyttist sama dag og Verðgáttin fór í loftið.grafík/hjalti Sama dag og gáttin fór í loftið lækkaði Krónan verð á jarðarberjum á sama tíma og Nettó hækkaði sitt verð. Eftir breytinguna eru allar verslanir með nokkuð svipað verð á vörunni. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Samkaupa og rekstrarstjóra Nettó í dag án árangurs. Félagið sendi þó fréttatilkynningu þar sem fram kemur að markmið Nettó sé að bjóða samkeppnishæf verð sem þýði að verð taki stöðugt breytingum. Ákváðu að jafna verðin við Bónus Guðrún segir að unnið sé með vikuverð þegar kemur að ávöxtum og grænmeti og því ekki óeðlilegt að verðsveiflur séu á jarðarberjum. „Þannig það er ekkert óeðlilegt að stórar breytingar séu þar. Með þetta sérstaka tilfelli þá ákváðum við að jafna verðin við Bónus en ég get alveg sagt það að þetta verð endurspeglar ekki gæði vörunnar þannig mér finnst ólíklegt að við náum að halda því til lengri tíma en það er einfaldlega því varan er af þannig gæðum.“ Í skriflegu svari frá forstjóri Samkeppniseftirlitsins kemur fram að þó skynsamlegt sé að skapa neytendum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um innkaup þurfi að gæta vel að því að ekki sé verið að skapa keppinautum aukin tækifæri til að samhæfa hegðun sína með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu. Samkeppniseftirlitið muni fylgjast vel með framvindunni og meta hvort þörf sé til athugana.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Samkeppnismál Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslun Tengdar fréttir Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30
Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01
Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12
Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38