Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar Árni Gísli Magnússon skrifar 6. júní 2023 20:21 Birgir samdi við KA til 2025 fyrir leiktíðina. KA Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum. „Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Bara ógeðslega vel. Ég er fyrst og fremst ánægður með að vera kominn áfram í þessum bikar og það er draumur hjá mér að vinna þennan bikar. Við erum alltaf að tala um að við ætlum alla leið í þessu þannig tilfinningin er ógeðslega góð.” Birgir skoraði fyrsta mark leikins í blálok fyrri hálfleiks og fagnaði vel og innilega með stuðningsmönnum KA. Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Birgis með KA en hann hefur verið á láni hjá Leikni R. undanfarin ár. „Ég var mjög ánægður með þetta, langt síðan ég skoraði seinast. Boltinn dettur eiginlega fyrir mig og ég tek snertingu og svo reyni ég bara að hamra honum á markið og svo endaði hann einhvernveginn inni þannig ég er bara rosa sáttur sko.” „Mér fannst við spila mjög vel í dag. Við vorum fastir fyrir og duglegir sem var einmitt það sem við ætluðum okkur að vera og stuðningsmennirnir náttúrulega frábærir, alvöru stemming, og þá spilar maður bara einfaldlega betur,” bætti Birgir við. KA menn eru komnir yfir fyrir norðan! Vinstri bakvörðurinn Birgir Baldvinsson gerði markið með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks pic.twitter.com/1UiUF3CVLc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 6, 2023 Birgir hefur verið að glíma við meiðsli og lítið spilað í upphafi móts. „Ég var að koma mér svolítið inn í þetta fannst mér áður en ég meiddi mig á móti Breiðabliki, fékk eitthvað í hælinn þannig ég var frá í nokkra leiki, en ég er orðinn heill núna og er þá vonandi bara að fara spila en við sjáum til hvað Haddi (Hallgrímur Jónasson) gerir, hann stjórnar þessu náttúrulega bara.” KA hefur gengið illa í síðustu leikjum í deild og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og þar af þremur með markatölunni 4-0. Hvernig ætla norðanmenn að snúa þessu gengi við? „Við ætlum bara fyrst og fremst að reyna ramma fyrir markið og hætta að fá á okkur svona mörg mörk en við ætlum bara að halda áfram, það getur alveg komið fyrir að menn tapi 4-0, við ætlum bara að halda ótrauðir áfram. Það er ekkert annað í stöðunni,” sagði Birgir að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira