Hveitibrauðsdagar Hareide: „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 08:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær leikmannahóp liðsins fyrir hans fyrsta verkefni þar sem Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal. Hann tók við liðinu um miðjan apríl og segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið ánægjulega. Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira