Úbbs! Já, hvar er hún aftur? Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2023 12:31 Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun