„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með góðum hópi fólks sem studdi við bakið á henni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þegar Wolfsburg sló Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira